Félagsmálanefnd
Árið 2001, þriðjudaginn 14. ágúst - kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1200.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Kristín Bjarnadóttir.
Auk þeirra starfsmenn nefndar: Gunnar Sandholt, Elsa Jónsdóttir og Árdís Antonsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Húsnæðismál.
2. Kosning varaformanns.
3. Trúnaðarmál.
4. Önnur mál:
a) Staða gjaldaliða eftir júní (júlí).
b) Bréf skipulags- og byggingafulltrúa, dags. 06.07.2001.
c) Umburðarbréf Félagsmálaráðuneytisins, dags. 21.06.2001, varðandi breytingu á lögum um
húsaleigubætur.
d) Annað.
AFGREIÐSLUR:
1. Húsnæðismál:
- Samþykkt innlausn á íbúð á Víðimýri 8 - sjá innritunarbók.
- Leiga á íbúðum:
Víðimýri 8; Víðimýri 4; Raftahlíð 44; Jöklatún 10; Laugatún 3; Víðimýri 10 - sjá innritunarbók. - Samþykkt 4 viðbótarlán - sjá innritunarbók.
Elsa vék af fundi.
2. Varaformaður kjörinn Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
3. Trúnaðarmál - sjá trúnaðarbók.
4. Önnur mál:
a) Staða bókhalds í lok júní lögð fram til kynningar. Samþykkt að fela félagsmálastjóra og formanni nefndarinnar að leggja fram tillögur um viðbrögð á næsta fundi.
b) Bréf skipulags- og byggingafulltrúa varðandi aðalskipulag Skagafjarðar, dags. 06.07.2001, lagt fram til kynningar.
c) Umburðarbréf Félagsmálaráðuneytisins, dags. 21.06.2001, varðandi breytingu á lögum um húsaleigubætur, lagt fram til kynningar.
d) Gréta Sjöfn spurði eftir tillögum um starf iðjuþjálfa á vegum sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14,50.
Stefnt á að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 28. ágúst 2001.
Elinborg Hilmarsd.
Trausti Kristjánsson
Gréta Sjöfn Guðmundsd.
Helgi Sigurðsson
Kristín Bjarnadóttir