Fara í efni

Félagsmálanefnd

77. fundur 28. ágúst 2001 kl. 13:15 - 15:20 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 28. ágúst - kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1315.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Guðrún Sölvadóttir, Sólveig Jónasardóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndar Gunnar M. Sandholt og Árdís Antonsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Staða fjárhagsáætlunar.
  3. Tillaga um tímabundna ráðningu iðjuþjálfa í hlutastarf.
  4. Skipan fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra.
  5. Jafnréttismál:
    a) staða jafnréttisáætlunar
    b) lögð fram úttekt á jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar
    c) lagt fram bréf Jafnréttisstofu um málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns, sem haldið verður í Stykkishólmi föstud. 21. september n.k.
  6. Önnur mál.
    a) lagt fram bréf varðandi ráðstefnu um félags- og skólaþjónustu, sem haldin verður á Húsavík dagana 4. og 5. október 2001.
    b) Umsókn um leyfi til daggæslu barna.

AFGREIÐSLUR:

1. Trúnaðarmál - sjá trúnaðarbók. Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri, mætir á fundinn.

2. Staða fjárhagsáætlunar var rædd á ný. Jón Gauti Jónsson víkur af fundi. Eftirfarandi tillaga var samþykkt:

"Félagsmálanefnd hefur farið gaumgæfilega yfir stöðu gjaldaliða. Ljóst er að um verulegan hallarekstur verður að ræða á nokkrum liðum.

Sérstaklega hefur nefndin skoðað eftirtalda liði:

02-04             Barnavernd                Þar gæti stefnt í halla u.þ.b. 800 þús. vegna ófyrirséðra útgjalda.

02-11-913      Húsaleigubætur         Gæti vantað u.þ.b. 2.000 þús. vegna ófyrirséðrar aukningar.

03-12             Dagvistun aldraðra     800 þús. ofáætlaðra tekna frá ríkissjóði.

03-62 til 03-66     Málefni fatlaðra     4.000 þús. eða meira, einkum vegna vanda er sjá mátti fyrir frá síðasta ári, lagt var niður sambýli án þess að gert væri ráð fyrir nægilegri aukningu í frekari liðveislu á móti.

Útgjaldaaukning vegna kjarasamninga er aðeins að litlu leyti komin fram.

Félagsmálanefnd beinir því til byggðarráðs að endurskoðuð verði fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar og tryggt aukið fjármagn til að ekki þurfi að koma til verulegrar skerðingar þjónustu, jafnframt sem nefndin mun gæta ítrasta aðhalds í rekstri, m.a. með því að:

a) hagræða í heimaþjónustu og í frekari liðveislu meö  það fyrir augum að ná fram sparnaði sem svarar u.þ.b. 0,5 - 1 stöðugildi

b) heimila ekki tilfallandi yfirvinnu nema í neyðartilvikum og þá með sérstakri heimild félagsmálastjóra

c) endurskoða gjaldskrá þjónustubíls og samræma greiðslur fatlaðra og aldraðra fyrir akstur".

3. Tillaga um tímabundna ráðningu iðjuþjálfa í hlutastarf.

Ásdís Guðmundsdóttir og Sólveig Jónasdóttir sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar og benda á áður samþykkta tillögu nefndarinnar um ítrasta aðhald í rekstri. Félagsmálanefnd leggur til við byggðarráð að heimiluð verði tímabundin ráðning iðjuþjálfa í 20% starf. Kostnaður við það skiptist til helminga milli skólaþjónustu og félagsþjónustu. Meirihlutinn leggur áherslu á að verkefni þetta verði nýtt í þeirri hagræðingarvinnu, sem fyrri bókun felur í sér.

4. Skipan fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra:

Félagsmálanefnd leggur til að Ásdís Garðarsdóttir taki sæti séra Ragnheiðar Jónsdóttur í þjónustuhópi aldraðra.

5. Jafnréttismál:

a) Staða jafnréttisáætlunar - umræðu frestað.

b) Lögð fram úttekt á jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar - umræðu frestað.

c) Lagt fram bréf Jafnréttisstofu um málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns, sem haldið verður í Stykkishólmi föstudaginn 21. september n.k. - Lagt fram til kynningar.

6. Önnur mál:

a) Lagt fram bréf varðandi ráðstefnu um félags- og skólaþjónustu, sem haldin verður á Húsavík dagana 4. og 5. október 2001. Nefndin samþykkir að senda fulltrúa á þessa ráðstefnu.

b) Umsókn um leyfi til daggæslu barna:

Samþykkt að veita Steinunni Valdísi Jónsdóttur, kt. 150673-4969, Smáragrund 5, Sauðárkróki, leyfi til daggæslu barna.

c) Ræddar tímasetningar á fundum félagsmálanefndarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15,20

Stefnt á að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 11. september 2001.