Fara í efni

Félagsmálanefnd

60. fundur 02. janúar 2001 kl. 13:15 - 15:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 2. janúar kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Ingibjörg Hafstað og Trausti Kristjánsson.

Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Árdís Antonsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun.
  2. Húsnæðismál.
  3. Trúnaðarmál.
  4. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

Nýr félagsmálastjóri, Gunnar Sandholt, mætir á fundinn og er boðinn velkominn til starfa.

1. Fjárhagsáætlun.

Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri, mætir á fundinn og útskýrir fjárhagsáætlun, hann víkur síðan af fundi.  Elsa gerir grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir félagsíbúðir Skagafjarðar.  Fjárhagsáætlanir félagsmálanefndar og félagsíbúða Skagafjarðar samþykktar og vísað til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.  Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu.

Ásdís Guðmundsdóttir mætir á fundinn.

2. Húsnæðismál.

Tekin fyrir tillaga frá formanni félagsmálanefndar Skagafjarðar Elinborgu Hilmarsdóttur:   "Félagsmálanefnd Skagafjarðar samþykkir að sveitarfélaginu beri ekki skylda til að auglýsa eigin íbúðir til sölu á almennum markaði, ef leigjandi óskar eftir að kaupa á ásættanlegu verði, þá íbúð sem hann er búsettur í".   Miklar umræður urðu um tillöguna og atriði varðandi félagsíbúðir í framhaldi af því.  Tillögunni var vísað frá.

Elsa vék af fundi.

3. Trúnaðarmál - engin.

4. Önnur mál.

  • Ályktun Landsfundar jafnréttisnefnda, sem haldinn      var á Akureyri 10. og 11. nóvember 2000, lögð fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15.00

Árdís Antonsdóttir, ritari.

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Trausti Kristjánsson