Fara í efni

Félagsmálanefnd

75. fundur 28. júní 2001 kl. 12:00 - 13:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, fimmtudaginn 28. júní kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1200.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Guðrún Sölvadóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

Auk þeirra starfsmenn nefndar: Gunnar Sandholt, Elsa Jónsdóttir og Árdís Antonsdóttir, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

1. Húsnæðismál:

a) 3ja ára áætlun, síðari umræða.

b) Úthlutanir.

c) Annað.

2. Trúnaðarmál.

3. Önnur mál:

a) Staða gjaldaliða eftir maí.

b) Samningur við Íþróttaskólann um liðveislu.

c) Bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 18. júní 2001, varðandi synjun á beiðni sveitarfélagsins um fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraða.

d) Bréf Aðalheiðar Reynisdóttur, iðjuþjálfa, dags. 19. júní 2001.

e) Endurnýjun á dagmæðraleyfi fyrir Guðrúnu Gunnsteinsdóttur.
 

Afgreiðslur:

1.   Húsnæðismál.

  • Samþykkt að vísa þriggja ára áætlun fyrir félagsíbúðir Skagafjarðar til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún situr hjá við afgreiðslu.

  • Leigjandi skilar inn íbúð í Víðimýri – sjá innritunarbók.
  • Önnur mál engin.

Elsa vék af fundi.

Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.

2. Önnur mál.

a)  Staða bókhalds í lok maí lögð fram til kynningar.

b)  Samningur við Íþróttaskólann lagður fram til kynningar.

c)  Bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 18. júní 2001,

varðandi synjun á beiðni sveitarfélagsins um fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraða, lagt fram til kynningar. 

Félagsmálanefnd harmar þessa afgreiðslu en ætlar að hamra á málinu.

d) Bréf Aðalheiðar Reynisdóttur, iðjuþjálfa, dags. 19. júní 2001, lagt fram til kynningar.

e) Samþykkt að endurnýja dagmæðraleyfi fyrir Guðrúnu Gunnsteinsdóttur, Stóru-Gröf, 551 Sauðárkróki.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13.40

Stefnt á að næsti fundur nefndarinnar verði haldinn 14. ágúst 2001.

Árdís Antonsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Guðrún Sölvadóttir