Félagsmálanefnd
Árið 2001, mánudaginn 12. nóvember - kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Guðrún Sölvadóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.
Auk þeirra starfsmenn nefndar Elsa Jónsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
- Húsnæðismál.
- Trúnaðarmál.
- Jafnréttismál.
- Lögð fram tillaga félagsmálastjóra um framlag til verkefnisins “Hópastarf fyrir ungar stúlkur” ásamt bréfi dags. 7. nóvember frá leiðbeinendum í hópastarfinu.
- Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Sigríði Sigurjónsdóttur, sálfræðing, varðandi fjölskyldu- og ráðgjafaviðtöl.
- Atvinna með stuðningi. Theodór Karlsson, þroskaþjálfi, kynnir starfsemi Félagsþjónustunnar í atvinnumálum fatlaðra.
- Staða fjárhagsáætlunar í lok október.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Húsnæðismál.
- Samþykkt leiga á Grenihlíð 26, n.h., sjá innritunarbók.
- Samþykkt leiga á Jöklatúni 4, sjá innritunarbók.
- Samþykkt leiga á Víðigrund 22, sjá innritunarbók.
Elsa vék af fundi.
2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.
3. Jafnréttismál.
Lögð fram tillaga formanns að bókun með tilmælum til stjórnmálaafla í Skagafirði varðandi hlut kvenna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tillagan er eftirfarandi:
“Hinn 25. maí 2002 fara fram kosningar til sveitarstjórna á Íslandi. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum á landinu er aðeins 29% samkvæmt upplýsingum ráðherraskipaðrar nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum.
Jafnræði kynjanna er meira í stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hlutfall kynjanna í sveitarstjórn er nánast jafnt, 5 konur/6 karlar, og sömuleiðis í byggðaráði 3 konur/2 karlar. Þessum árangri ber að fagna og jafnframt minnt á að honum verður ekki við haldið nema bæði karlar og konur haldi vöku sinni þegar undirbúningur kosninga fer í hönd. Til dæmis er hlutur karla nokkuð meiri séu varamenn í sveitarstjórn taldir með og ef litið er til fastanefnda. Félagsmálanefnd beinir þess vegna tilmælum til allra stjórnmálaafla er huga að framboðsmálum í Skagafirði að taka til umræðu jafnrétti kynjanna í stjórnmálum og leita leiða til að tryggja sem jafnastan hlut kvenna og karla á þessum miklvæga vettvangi.
Nefndin vekur jafnframt athygli á að upp úr áramótum er fyrirhugað námskeið “Viltu láta til þín taka” – um hlut kvenna í stjórnmálum. Nefndin óskar eftir að flokkarnir kynni námskeiðið innan sinna vébanda og taki þátt í því með virkum hætti þegar þar að kemur.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
4. Félagsmálanefnd samþykkir að veita allt að 100.000 kr. styrk til hópstarfs með ungum stúlkum af gjaldalið 02-89-925.
5. Samningurinn samþykktur með fyrirvara um samþykki Byggðaráðs.
6. Theodór Karlsson, þroskaþjálfi, kynnir atvinnu með stuðningi.
7. Staða fjárhagsáætlunar í lok október 2001, lögð fram til kynningar.
8. Önnur mál engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.55
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Guðrún Á. Sölvadóttir
Kristín Bjarnadóttir