Félagsmálanefnd
Árið 2002, mánudaginn 14. janúar kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.
Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
1. Fundur með nefnd um skoðun á félagslega íbúðakerfinu um þörf á félagslegu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.
Nefndarmennirnir Einar Gíslason og Jón Karlsson sem mynda nefndina ásamt Ásdísi Guðmundsdóttur, mæta á fundinn.
2. Fjárhagsáætlun 2002
(sjá áður framlögð gögn)
3. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SFNV varðandi þjónustusamning um málefni fatlaðra, dags. 7. janúar 2002 ásamt meðfylgjandi ljósriti af bréfi Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. desember 2001.
4. Lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingamálarn., dags. 2. jan. 2002 þar sem tilkynnt er ákvörðun um fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraða um 4 rými.
5. Lögð fram drög að framlengdum samningi vegna aksturs fyrir Dagvist aldraðra.
(gögn lögð fram á fundinum)
6. Greint frá stöðu mála í viðræðum milli KS og Félagsþjónustunnar um áframhaldandi leigu á húsnæði í Aðalgötu 21 fyrir Iðju.
7. Lögð fram endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
8. Lögð fram drög að samningi við Ljósheima um aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara.
9. Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði, dags. 24.10.01.
10. Trúnaðarmál.
11. Önnur mál
- beiðnir um rekstrarstyrki
- beiðni um launað námsleyfi
Afgreiðslur:
1. Nefnd um skoðun á félagslega íbúðakerfinu, óskar eftir að Félagsmálanefnd Skagafjarðar meti þörf fyrir félagslegt húsnæði. Einnig óskað eftir mati nefndarinnar á heildarþörf á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Félagsmálastjóra og skrifstofustjóra falið að gera tillögu að svari.
2. Rædd fjárhagsáætlun 2002. Samþykkt að vísa áætluninni til Byggðaráðs og síðari umræðu sveitarstjórnar.
3. Bréf lagt fram til kynningar.
4. Bréf lagt fram til kynningar. Fjölgun á dagvistarrýmum er frá 1. febrúar 2002.
5. Samningur við Júlíus Þórðarson um akstur fyrir Dagvist aldraðra kynntur og samþykktur. Samþykkt að vísa samningnum til Byggðaráðs.
6. Málinu frestað.
7. Endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu lögð fram til kynningar. Félagsmálastjóra falið að áætla fjölda gjaldenda í greiðsluflokk 1. Málinu frestað til næsta fundar.
8. Samningurinn kynntur og samþykktur. Samþykkt að vísa samningnum til Byggðaráðs.
9. Erindinu vísað til Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga.
10. Sjá bókanir í trúnaðarbók.
11. - Beiðnir um rekstrarstyrki frá Kvennaathvarfi og Stígamótum, málinu frestað.
- Beiðni um námsleyfi, málinu frestað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.50
Elinborg Hilmarsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Jónasdóttir
Trausti Kristjánsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir