Félagsmálanefnd
Árið 2002, mánudaginn 28. janúar kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.
Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
- Trúnaðarmál.
- Áætlun um þörf á leiguhúsnæði.
- Greint frá stöðu mála í viðræðum milli KS og Félagsþjónustunnar um áframhaldandi leigu á húsnæði í Aðalgötu 21 fyrir Iðju.
- Lögð fram til kynningar útttektarskýrsla Bjarna Kristjánssonar um hæfingu og iðjur á Norðurlandi vestra.
- Lögð fram að nýju endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
- Lagðar fram beiðnir um rekstrarstyrki.
- Lögð fram tillaga félagsmálastjóra varðandi beiðni um launað námsleyfi vegna fjarnáms.
8. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Trúnaðarmál - bókuð í trúnaðarbók.
- Rædd áætlun um þörf á leiguhúsnæði. Málið rætt og ákveðið að halda umræðum áfram að næsta fundi.
- Félagsmálastjóri greinir frá stöðu mála í viðræðum Félagsþjónustu og KS um áframhaldandi leigu á húsnæði fyrir Iðju á Aðalgötu 21.
- Skýrsla Bjarna Kristjánssonar um hæfingu og iðjur á Norðurlandi vestra, lögð fram til kynningar.
- Endurskoðuð gjaldskrá fyrir heimaþjónustu lögð fram. Félagsmálanefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til byggðaráðs.
- Lagðar fram beiðnir um rekstrarstyrki frá Stígamótum og Kvennaathvarfi. Báðum umsóknum synjað.
- Lögð fram beiðni Áslaugar Óskarsdóttur, starfsmanns Iðju, um að halda óskertum launum allt að 3 vikur á misseri meðan hún stundar fjarnám í þroskaþjálfun. Félagsmálanefnd fellst á erindið.
- Önnur mál engin
Næsti fundur áætlaður 11. febrúar 2002.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.40
Elinborg Hilmarsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Jónasdóttir
Trausti Kristjánsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir