Félagsmálanefnd
Árið 2002, mánudaginn 11. febrúar kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 1500.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Helgi Sigurðsson.
Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
1. Húsnæðismál.
2. Rædd á ný áætlun um þörf á félagslegu leiguhúsnæði.
3. Trúnaðarmál.
4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Húsnæðismál.
- Engin mál fyrirliggjandi.
2. Rædd áætlun um þörf á leiguhúsnæði. Lögð fram greinargerð Gunnars Sandholts, félagsmálastjóra og Elsu Jónsdóttur skrifstofustjóra. Elsa og Gunnar gera nánari grein fyrir málinu.
Félagsmálanefnd hefur látið meta þörf á félagslegu húsnæði í Skagafirði. Stuðst var við fyrirliggjandi upplýsingar frá Félagsþjónustu Skagafjarðar og úr húsaleigubótakerfinu. Með fyrirvara um að ekki er um nákvæma könnun á aðstæðum að ræða er það mat félagsmálanefndar að þörf á félagslegum leiguíbúðum þar sem tekju- og eignamat ásamt mati á öðrum félagslegum aðstæðum er lagt til grundvallar leigurétti sé u.þ.b. 40-50 íbúðir. Brýnt er að þær séu sem fjölbreytilegastar hvað varðar gerð og staðsetningu.
3. Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarbók.
4. Önnur mál engin
Næsti fundur áætlaður 25. febrúar 2002.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.20