Félagsmálanefnd
Árið 2002, mánudaginn 25. febrúar kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 1500.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Helgi Sigurðsson.
Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
1. Húsnæðismál.
2. Trúnaðarmál.
3. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra.
4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Húsnæðismál.
- 2 umsóknir um viðbótarlán. Önnur samþykkt samhljóða. Ákvörðun um hina umsóknina frestað, skrifstofustjóra falið að skoða málið frekar með tilliti til reglna um lögheimili umsækjanda. Sjá innritunarbók.
- Þriggja ára áætlun Félagsíbúða Skagafjarðar 2003-2005, lögð fram til kynningar.
Elsa vék af fundi.
- Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarbók.
- Lögð fram til kynningar drög að þjónustusamningi um málefni fatlaðra.
- Önnur mál engin
Næsti fundur áætlaður 1. mars 2002.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.15
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson
Helgi Sigurðsson
Sólveig Jónasdóttir