Félagsmálanefnd
Árið 2002, mánudaginn 18. mars kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 1400.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Trausti Kristjánsson, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir
Auk þeirra Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt., félagsmálastjóri.
Dagskrá:
- Húsnæðismál.
- Þriggja ára áætlun Félagsíbúða Skagafjarðar.
- Trúnaðarmál.
- Þjónustusamningur um málefni fatlaðra
- Félagsstarf eldri borgara í Skagafirði, rekstrarstyrkir.
- Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dags. 12. febrúar 2002 varðandi úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Sameiginlegur fundur Félagsmálanefndar Skagafjarðar og Nefndar um endurskoðun félagslega húsnæðiskerfisins. Endurskoðunarnefndin sem skipuð er, auk Ásdísar Guðmundsdóttur, Einari Gíslasyni og Jóni Karlssyni, kynnti nefndarálit sitt.
2. Húsnæðismál.
- Samþykktar tvær umsóknir um viðbótarlán, sjá innritunarbók.
- Kynntar hugmyndir að breytingum á íbúð á Túngötu 2 á Hofsósi.
Félagsmálanefnd mælir með breytingunni og felur skrifstofustjóra að vinna áfram að málinu.
3. Samþykkt að vísa þriggja ára áætlun Félagsíbúða Skagafjarðar til Byggðaráðs og síðari umræðu í Sveitarstjórn, með þeim fyrirvara, að áætlunin verður endurskoðuð er niðurstöður liggja fyrir um framtíðarskipulag félagslegra íbúða í eigu sveitarfélagsins, samanber tillögur nefndar þar um.
4. Trúnaðarmál, færð í trúnaðarbók.
5. Kynnt drög að þjónustusamningi milli Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
6. Lögð fram til kynningar umsókn um rekstrarstyrk vegna félagsstarfs eldri borgara í Skagafirði. Afgreiðslu frestað.
7. Lagt fram til kynningar bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, þar sem fram kemur að fengist hefur framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra vegna bættrar umönnunaraðstöðu Dagvistar aldraðra í Skagafirði að upphæð 3.000.000 króna. Hafinn er undirbúningur að bættri aðstöðu í samvinnu við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
8. Önnur mál.
- Lagt fram bréf frá Farskóla Norðurlands vestra um framkvæmd námskeiðsins “Viltu láta til þín taka” sem haldið var í febrúar og mars. Námskeiðið þykir hafa tekist vel.
Næsti fundur áætlaður 15. apríl 2002.
Fundargerð upplesin. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.40
Elinborg Hilmarsdóttir
Sólveig Jónasdóttir
Trausti Kristjánsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað