Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2002, fimmtudaginn 26. júní, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16.oo
Mætt: Sigurður Árnason, Gísli Árnason, Katrín María Andrésdóttir.
DAGSKRÁ:
- Kosning ritara.
- Fundartími nefndarinnar og skipulag funda.
- Bréf til kynningar.
- Heimsóknir í skóla, söfn og félagsheimili.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Fram kom tillaga um Sigurð Árnason sem baðst undan kjöri.
Fram kom tillaga um Katrínu Maríu Andrésdóttur sem var kjörin ritari.
Sigurður Árnason sat hjá. - Fram kom tillaga um að fundir nefndarinnar verði þriðja hvern fimmtudag kl. 16:00 til reynslu.
Næsti fundur verður fimmtudaginn 4. júlí n.k. kl. 16:00.
Fundartími og skipulag verði endurskoðað í ljósi reynslunnar, ef þurfa þykir. - Lögð voru fram bréf til kynningar:
a) 17. maí 2002 – Frá foreldrum barna í Steinsstaðaskóla.
b) 28. maí 2002 – Frá leikskólastjóra í Varmahlíð.
c) 29. maí 2002 – Frá foreldum barna í leikskólanum Glaðheimum.
d) 30. maí 2002 – Frá foreldrum barna í leikskólanum Glaðheimum.
e) 12. júní 2002 – Frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi.
f) 20. júní 2002 – Frá foreldum barna í Árskóla.
Afgreiðslum frestað til næsta fundar. - Nefndarmenn lýstu áhuga á að fara kynnisferð í skóla, söfn og félagsheimili sem heyra undir nefndina.
- Önnur mál.
Engin.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16:30.