Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

5. fundur 12. ágúst 2002 kl. 10:00 - 11:40 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, mánudaginn 12. ágúst, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 10:00.
    Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Einnig voru mættir: Rúnar Vífilsson skólamálastjóri og áheyrnarfulltrúar.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál kl. 10:00.

  1. Bréf dags. 30.      júlí 2002, varðandi beiðni um skólavist.
  2. Bréf dags. 7.      ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavist.
  3. Bréf dags. 6.      ágúst 2002, varðandi þvott á líni fyrir grunnskóla og leikskóla í      Skagafirði.
  4. Önnur mál.

Leikskólamál kl. 10:20.

  1. Bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi vistun á leikskólanum í Varmahlíð.
  2. Hugmyndir um úrræði í dagvistarmálum.
  3. Önnur mál.

Tónlistarskóli kl. 11:00.

  1. Málefni tónlistarskólans, staða fjárhagsáætlunar.
  2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:   

Áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Jóhann Bjarnason sat fundinn undir lið nr. 1 – 4.

Grunnskólamál

  1. Tekið fyrir bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi beiðni um skólavist.  Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur skólamálastjóra að fylgja málinu eftir.
  2. Tekið fyrir bréf dags. 7. ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavist.  Frestað til næsta fundar.
  3. Tekið fyrir bréf dags. 6. ágúst 2002, varðandi þvott á líni fyrir grunnskóla og leikskóla í Skagafirði. Skólamálastjóra falið að kynna erindið fyrir skólastjórnendum, leikskóla, grunnskóla og      tónlistarskóla.
  4. Önnur mál.
    a)  Tekið fyrir bréf dags. 23. maí 2002, frá Menntamálaráðuneytinu, varðandi fjölda skóladaga. Skólamálastjóra falið að afla nánari upplýsinga fyrir næsta fund.
    b)   Fram kom að á næstu dögum verður gengið frá skipan áheyrnafulltrúa frá kennurum og foreldraráði.
    Áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Jóhann Bjarnason yfirgaf fundinn.

    Leikskólamál
    Áheyrnarfulltrúar:  Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Svanhildur Pálsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólans Birkilundar og Herdís Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir lið nr. 5 – 7.
  5. Lagt fram bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi vistun á leikskólanum í Varmahlíð.  Skólamálastjóra falið að hafa samband við bréfritara og leikskólastjóra í Varmahlíð vegna málsins.
  6. Ræddar hugmyndir um úrræði í dagvistarmálum barna.  Lögð fram til kynningar gögn varðandi einkarekinn leikskóla.  Formanni nefndarinnar falið að ræða við formann Félags- og tómstundanefndar varðandi stuðning við AuPair gæslu í heimahúsum.
  7. Önnur mál.
    a)  Fram kom að á næstu dögum verður gengið frá skipan áheyrnafulltrúa frá foreldrum og leikskólastjórum.
    Áheyrnarfulltrúar leikskóla: Kristrún Ragnarsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Svanhildur Pálsdóttir yfirgáfu fundinn.

    Tónlistarskóli
    Á fundinn komu, Sveinn Sigurbjörnsson, Stefán Gíslason og Anna Jónsdóttir frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.
  8. Málefni tónlistarskólans rædd.  Fulltrúar tónlistarskólans munu leggja fram tillögur að skipulagsbreytingum og nýrri gjaldskrá á næsta fundi.
    Gísla Árnasyni og Sigurði Árnasyni falið að afla upplýsinga um niðurgreiðslur á tónlistarnámi sem fullorðinsfræðslu.
  9. Önnur mál.
    Engin.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 11:40.