Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2002, mánudaginn 12. ágúst, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 10:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig voru mættir: Rúnar Vífilsson skólamálastjóri og áheyrnarfulltrúar.
DAGSKRÁ:
Grunnskólamál kl. 10:00.
- Bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi beiðni um skólavist.
- Bréf dags. 7. ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavist.
- Bréf dags. 6. ágúst 2002, varðandi þvott á líni fyrir grunnskóla og leikskóla í Skagafirði.
- Önnur mál.
Leikskólamál kl. 10:20.
- Bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi vistun á leikskólanum í Varmahlíð.
- Hugmyndir um úrræði í dagvistarmálum.
- Önnur mál.
Tónlistarskóli kl. 11:00.
- Málefni tónlistarskólans, staða fjárhagsáætlunar.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Jóhann Bjarnason sat fundinn undir lið nr. 1 – 4.
Grunnskólamál
- Tekið fyrir bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi beiðni um skólavist. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur skólamálastjóra að fylgja málinu eftir.
- Tekið fyrir bréf dags. 7. ágúst 2002, varðandi beiðni um skólavist. Frestað til næsta fundar.
- Tekið fyrir bréf dags. 6. ágúst 2002, varðandi þvott á líni fyrir grunnskóla og leikskóla í Skagafirði. Skólamálastjóra falið að kynna erindið fyrir skólastjórnendum, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.
- Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf dags. 23. maí 2002, frá Menntamálaráðuneytinu, varðandi fjölda skóladaga. Skólamálastjóra falið að afla nánari upplýsinga fyrir næsta fund.
b) Fram kom að á næstu dögum verður gengið frá skipan áheyrnafulltrúa frá kennurum og foreldraráði.
Áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla, Jóhann Bjarnason yfirgaf fundinn.
Leikskólamál
Áheyrnarfulltrúar: Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Svanhildur Pálsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólans Birkilundar og Herdís Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna sátu fundinn undir lið nr. 5 – 7. - Lagt fram bréf dags. 30. júlí 2002, varðandi vistun á leikskólanum í Varmahlíð. Skólamálastjóra falið að hafa samband við bréfritara og leikskólastjóra í Varmahlíð vegna málsins.
- Ræddar hugmyndir um úrræði í dagvistarmálum barna. Lögð fram til kynningar gögn varðandi einkarekinn leikskóla. Formanni nefndarinnar falið að ræða við formann Félags- og tómstundanefndar varðandi stuðning við AuPair gæslu í heimahúsum.
- Önnur mál.
a) Fram kom að á næstu dögum verður gengið frá skipan áheyrnafulltrúa frá foreldrum og leikskólastjórum.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla: Kristrún Ragnarsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Svanhildur Pálsdóttir yfirgáfu fundinn.
Tónlistarskóli
Á fundinn komu, Sveinn Sigurbjörnsson, Stefán Gíslason og Anna Jónsdóttir frá Tónlistarskóla Skagafjarðar. - Málefni tónlistarskólans rædd. Fulltrúar tónlistarskólans munu leggja fram tillögur að skipulagsbreytingum og nýrri gjaldskrá á næsta fundi.
Gísla Árnasyni og Sigurði Árnasyni falið að afla upplýsinga um niðurgreiðslur á tónlistarnámi sem fullorðinsfræðslu. - Önnur mál.
Engin.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:40.