Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2002, fimmtudaginn 7. nóvember, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Sigurður Árnason komst ekki til fundarins en var í símasambandi við formann nefndarinnar.
Auk ofangreindra mættu á fundinn: Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson menningar- , íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og áheyrnarfulltrúar.
DAGSKRÁ:
Grunnskólamál:
- Tilraunaverkefni í Varmahlíðarskóla, kennsla 5 ára barna.
- Önnur mál.
Leikskólamál:
- Gjaldskrá leikskóla.
- Sumarlokanir.
- Önnur mál.
Menningarmál:
- Endurupptaka, erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga, varðandi, starf fornleifafræðings, fornleifadeild og skráningarkerfið SARP.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Grunnskólamál:
Undir liðum nr. 1-2 sátu fundinn: Jóhann Bjarnson, áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara og Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.
- Rætt um tilraunaverkefnið. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og stefnumótunarvinnu sem framundan er.
- Önnur mál engin.
Jóhann, Gréta Sjöfn og Sigurður yfirgáfu fundinn.
Leikskólamál:
Undir liðum nr. 3. - 5. sátu fundinn: Aðalbjörg Þorgrímsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla, Svanhildur Pálsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra. - Samþykkt að fyrirhuguð gjaldskrárbreyting sem taka átti gildi 1. september sl. taki gildi 1. janúar n.k. Skólamálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
Skv. breytingunni munu almenn leikskólagjöld hækka um 3 %. Stefnt að því að endurskoða gjaldskrá leikskóla í framtíðinni 1. febrúar og 1. september ár hvert.
Sigurður Árnason situr hjá við afgreiðslu málsins. - Rætt um sumarlokanir leikskóla og mögulegar útfærslur. Ákveðið að óska eftir að fulltrúar foreldafélaga komi á næsta vinnufund nefndarinnar. Skólamálastjóra falið að boða fulltrúana til fundarins.
- Önnur mál engin.
Aðalbjörg, Kristrún og Rúnar yfirgáfu fundinn.
Menningarmál:
Ómar Bragi Stefánsson sat fundinn undir liðum nr. 6. - 7. Einnig bauð nefndin Svanhildi Pálsdóttur að sitja fundinn undir þeim liðum þar sem Dalla Þórðardóttir, fulltrúi Akrahrepps var ekki mætt. - Tekið fyrir erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefndin heimilar umbeðna ráðningu fornleifafræðings, til áramóta, þar sem forstöðumaður safnsins hefur gert grein fyrir tekjum á móti launakostnaði. Framtíðaráformum um aukningu á starfshlutfalli fornleifafræðings og rekstri fornleifadeildar við safnið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Nefndin samþykkir að Byggðasafnið gerist stofnfélagi í rekstrarfélagi um skráningarkerfið SARP. - Önnur mál engin.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:50.