Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

11. fundur 05. desember 2002 kl. 16:00 - 18:50 Í Ráðhúsinu

Ár 2002, fimmtudaginn 5. desember, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Einnig:  Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og áheyrnarfulltrúar.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:

  1. Ítrekað erindi: Tilraunaverkefni í Varmahlíðarskóla,      kennsla 5 ára barna.
  2. Erindi frá Árskóla.-Árvist og eineltisverkefni.
  3. Kynnt erindi frá foreldri barna við Grunnskólann Hofsósi.
  4. Önnur mál.

Leikskólamál:

  1. Sumarlokanir.
  2. Námsskeiðsdagur leikskóla.
  3. Önnur mál.

Menningarmál:

  1. Snorra-verkefnið, vísað frá byggðaráði til fræðslu- og menningarnefndar þann 22. nóv. sl.
  2. Styrkumsókn. Sönghópurinn Norðan átta.
  3. Jól og áramót í Skagafirði.
  4. Bókasafnsmál. Bókakaup minni safna.
  5. Leikfélag Sauðárkróks.- Reikningar vegna leiksýninga.
  6. Erindi varðandi hátíðahöld sjómannadags.
  7. Aðalskipulag Skagafjarðar.
  8. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

Grunnskólamál:

Undir liðum nr. 1. - 4. sátu fundinn:  Jóhann Bjarnason áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Fríða Eyjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi Grunnskólans Hofsósi, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna og Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara.

1.  Tekið fyrir bréf dags. 26. nóvember, varðandi tilraunaverkefni um kennslu 5 ára barna í Varmahlíðarskóla.  Nefndin leggur til að ekki verði ráðist í verkefnið strax þar sem stefnumótunarvinnu í fræðslumálum er ekki lokið.  Skólamálastjóra falið að svara erindinu.
Dalla Þórðardóttir lýsti áhuga á að hefja tilraunaverkefnið þegar á næsta ári
2.  Tekið fyrir bréf dags. 3. desember, varðandi framtíð Árvistar og eineltisverkefni þar sem Árskóli er móðurskóli í verkefninu.  Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum um eineltisverkefnið m.a. aðkomu annara skóla í Skagafirði að verkefninu.  Nefndin leggur til að eineltisverkefnið verði kynnt félags- og tómstundanefnd þar sem það varðar m.a. starfsmenn íþróttamannvirkja.  Að öðru leiti er erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
3.  Tekið fyrir bréf,varðandi framkvæmd skólaaksturs og skólahalds að Hofsósi og Hólum.  Skólamálastjóra falið að vinna að lausn málsins með viðkomandi skólastjórum, ásamt foreldraráðum og bréfritara.
4.  Önnur mál.
a)  Lagt fram til kynningar minnisblað með drögum að verkferli vegna stefnumótunarvinnu sem framundan er.  Óskað var eftir athugasemdum frá fundarmönnum varðandi verkferlið.
Jóhann, Gréta Sjöfn, Fríða og Sigurður Jónsson yfirgáfu fundinn.

Leikskólamál:
Undir liðum nr. 5. - 7. sátu fundinn:  Jóna Björg Heiðdal fulltrúi starfsmanna leikskóla og Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.

5.  Rætt um sumarlokanir leikskóla í Skagafirði.  Nefndin leggur til að fyrirkomulag sumarlokana leikskóla á Hofósi, Hólum og í Varmahlíð verði með óbreyttu sniði.  Sumarlokanir á Sauðárkróki verði frá og með síðustu viku í júní til og með fyrstu viku í ágúst.  Hvor leikskóli verði þannig lokaður í fjórar vikur samfleytt og því mun lokunartími þeirra einungis skararst í eina viku.  Sumarið 2004 verði sá leikskóli sem lokar fyrr sumarið 2003, lokaður seinna tímabilið. 
6.  Tekið fyrir bréf dags. 16. nóvember 2002,  frá leikskólastjórum  í Skagafirði, þar sem óskað er eftir einum föstum námskeiðsdegi leikskóla í Skagafirði, árlega.  Nefndin samþykkir erindið.  Fyrirhugað er að námskeiðsdagur leikskóla verði 21. febrúar 2003.
7.  Önnur mál.
a)      Lagt fram til kynningar bréf dags. 5. nóvember frá Kvenfélagasambandi Íslands, varðandi kristilegar áherslur í starfi leikskóla.
b)      Lögð fram til kynningar samantekt um afsláttargjöld á leikskólum.
c)      Lagt fram til kynningar minnisblað með drögum að verkferli vegna stefnumótunarvinnu sem framundan er.  Óskað var eftir athugasemdum frá fundarmönnum varðandi verkferlið.
Kristrún, Jóna og Rúnar yfirgáfu fundinn.

Menningarmál:
Ómar Bragi Stefánsson sat fundinn undir liðum nr. 8. -

8.  Tekið fyrir bréf, dags. 1. nóvember 2002, þar sem leitað er eftir fjárstuðningi við Snorraverkefnið.  Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
9.  Tekið fyrir bréf, dags. 10. október 2002, þar sem leitað ef eftir fjárstuðningi við sönghópinn Norðan átta.  Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu. 
10.  Rætt um framkvæmd og kostnað vegna hátíðarhalda.  Formanni nefndarinnar falið að móta tillögur um kostnaðarskiptingu ásamt Ómari Braga.
11.  Tekið fyrir bréf dags. 16. nóvember 2002, varðandi bókakaup til bókasafns Hvammsprestakalls.  Nefndin sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
12.  Lagðir fram til kynningar reikingar vegna leiksýninga Leikfélags Sauðárkróks.  Ákveðið að óska eftir frekari gögnum um málið.
13.  Tekið fyrir bréf dags. 26. nóvember 2002, varðandi stofnun sjómannadagsráðs.  Formanni nefndarinnar, ásamt Ómari Braga, falið að koma á samráðsfundi um þessi mál.
14.  Formaður sagði frá kynningarfundi sem haldinn var á Kaffi Krók um fyrirliggjandi tillögu nr. 2 að aðalskipulagi Skagafjarðar.
15.  Önnur mál.
a)      Tekið fyrir bréf dags. 14. nóvember 2002, frá hússtjórn Félagsheimilisins Bifrastar varðandi endurskoðun á rekstarsamingi.  Nefndin samþykkir að fela hússtjórninni að vinna áfram að málinu.
b)      Lögð fram til kynningar fundargerð frá hússtjórn Miðgarðs, dags. 2. desember 2002.
c)      Kynntar hugmyndir frá Guðbjörgu Guðmundsdóttir varðandi listsýningu í Sæluviku og opið Gallerý.  Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við Guðbjörgu.
d)     Kynnt erindi sem barst á tölvupósti dags. 14. nóvember 2002, frá Sigrúnu Valbergsdóttur kynningarstjóra Borgarleikhúss þar sem hún óskar eftir því að koma á tengslum við menningarfulltrúa Skagafjarðar.  Ómari Braga falið að hafa samband við Sigrúnu.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 18:50.