Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2003, fimmtudaginn 9. janúar, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.
Einnig mættur: Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.
DAGSKRÁ:
- Fjárhagsáætlun 2003.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun 2003 og farið yfir þau.
- Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf dags. 6. janúar 2003, ásamt kostnaðaráætlun, frá skólastjóra Grunnskólans Hofsósi, varðandi nauðsynlegar endurbætur á húsnæði skólans.
Fræðslu- og menningarnefnd vísar erindinu til stjórnar Eignarsjóðs og leggur áherslu á að brugðist verði jákvætt við erindinu.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl.