Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2003, fimmtudaginn 23. janúar, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.
Einnig: Rúnar Vífilsson, Ómar Bragi Stefánsson og áheyrnarfulltrúar.
DAGSKRÁ:
Leikskólamál:
1. Erindi frá leikskólastjórum.
2. Bréf frá Félagi leikskólakennara, dags. 10. janúar 2003.
Önnur bréf og fundargerðir:
3. Menntamálaráðuneytið, dags. 6. janúar 2003, varðandi úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.
4. Félagsheimilið Miðgarður, fundargerð hússtjórnar, 5. fundur.
5. Fjárhagsáætlun 2003.
6. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Undir lið nr. 1-2 sátu fundinn: Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Anna María Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla.
- Tekið fyrir erindi frá leikskólastjórum, varðandi gjaldtöku þegar börn eru sótt of seint.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur leikskólastjórum að kynna fyrirhugaða gjaldtöku, kr. 1.000,-. og reglur fyrir foreldrum leikskólabarna. Erindið sent Byggðaráði og hreppsnefnd Akrahrepps. - Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi leikskólakennara, dags. 10. janúar 2003, varðandi einsetningu leikskóla og endurgjaldslausa leikskóla.
Kristrún og Anna María viku af fundi. - Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 6. janúar 2003, varðandi úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla. Fram kemur í bréfinu að ráðuneytið gengst fyrir úttekt á sjálfsmatsaðferðum í Árskóla, Grunnskólanum að Hólum, Grunnskólanum á Hofsósi, Grunnskólanum Steinsstöðum og Varmahlíðarskóla og stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið haustið 2003.
- Lögð fram til kynningar fundargerð hússtjórnar félagsheimilisins Miðgarðs, frá 5. fundi sem haldinn var 14. janúar 2003.
- Lögð fram fjárhagsáætlun 2003 og rætt um hana.
- Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf frá hússtjórn Bifrastar, dags. 22. janúar 2003, varðandi fjárhagsstöðu félagsheimilisins.
Fræðslu- og menningarnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs, en tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir um aðkomu nýs rekstraraðila á þeim forsendum sem greinir í bréfinu.
b) Rætt um stuðning við Leikfélög í Skagafirði. Nefndin samþykkir að endurskoða fjárstuðning við Leikfélög í Skagafirði með það að markmiði að samræma enn frekar stuðning við menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:35.