Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2003, miðvikudaginn 16. apríl, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. Einnig: Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara og Jóhann Bjarnason áheyrnarfulltrúi skólastjóra.
DAGSKRÁ:
Skólamál
1. Beiðni um skólavistun frá foreldrum Hofsstaðaseli, dags. 20.03.2003
Frestað frá fundi 27. mars
2. Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
- Tekið fyrir bréf dags. 20. mars 2003, sem frestað var á síðasta fundi. Erindið varðar beiðni um skólavistun. Ákveðið að skilgreina þurfi betur upptökusvæði grunnskóla í sveitarfélaginu. Skólamálastjóra falið að leggja fram tillögu um upptökusvæði skóla á næsta fundi nefndarinnar. Nefndin telur að ekki komi fram í erindinu skýrar forsendur til flutnings nemenda milli skóla en rétt sé að endurskoða málið þegar formleg ákvörðun liggur fyrir um upptökusvæði grunnskólanna.
- Önnur mál.
a) Tekið fyrir bréf frá forstöðumanni Árvistar og skólastjóra Árskóla dags. 7. apríl 2003, varðandi framtíð Árvistar.
Ákveðið að óska eftir því að bréfritarar komi á næsta fund nefndarinnar.
b) Ákveðið að halda aukafund í nefndinni þriðjudaginn 22. apríl nk. kl. 16:00, þar sem nýr sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Áskell Heiðar Ásgeirsson mun undirbúa að taka við umsjón menningarmála af Ómari Braga Stefánssyni, sem lætur af störfum sem menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, þann 1. maí n.k.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:45.