Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

20. fundur 22. apríl 2003 kl. 13:30 - 15:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, þriðjudaginn 22. apríl, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 13:30.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig: Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs og Ómar Bragi Stefánsson menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Dagskrá:

  1. Menningarmál.
  2. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Ómar Bragi Stefánsson lagði fram minnisblað og farið var yfir helstu verkefni og stöðu í menningarmálum sem heyra undir nefndina.
    Að því loknu þökkuðu nefndarmenn Ómari Braga fyrir ánægjulegt samstarf og buðu nýjan sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs, Áskel Heiðar Ásgeirsson, velkominn til starfa.

2.  Önnur mál. Engin.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 15:00.