Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

21. fundur 08. maí 2003 kl. 16:00 - 18:40 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, fimmtudaginn 8. maí 2003 kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Dalla Þórðardóttir boðaði forföll. 

Dagskrá:

Menningarmál:

  1. Hátíðarhöld 17. júní.
  2. Önnur menningarmál.

Skólamál:

  1. Málefni Árvistar.
  2. Upptökusvæði skóla.
  3. Beiðni um skólavistun, dags. 1. maí 2003.
  4. Erindi frá Barnaverndarstofu, dags. 28. apríl 2003.
  5. Önnur skólamál.

Tónlistarskóli Skagafjarðar:

  1. Erindi frá skólastjórum Tónlistarskóla Skagafjarðar dags. 4. apríl 2003.
  2. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Menningarmál:

Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs sat fundinn undir dagskrárliðum nr. 1 og 2.

  1. Ræddar hugmyndir um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda.
  2. Önnur menningarmál.
    a)  Rætt um nýafstaðna Sæluviku.
    b)  Rætt um flutning Náttúrugripasafns úr Varmahlíðarskóla.  Formanni nefndarinnar falið að ræða við Kristján Stefánsson varðandi flutning safngripanna.
    c)  Rætt um hátíðarhöld vegna sjómannadags. 
    d)  Rætt um árlegan hafnardag.  Sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að ræða við formann samgöngunefndar og forstöðumann Safnahúss um nánari útfærslu.
    e)  Rætt um útgáfu sumardagskrár.
    Áskell Heiðar Ásgeirsson vék af fundi.

Skólamál:
Undir lið nr. 3 sátu fundinn Gunnhildur Harðardóttir forstöðumaður Árvistar, Helga Sigurbjörnsdóttir leikskólastjóri Glaðheimum, Kristrún Ragnarsdóttir leikskólastjóri Furukoti, Óskar Björnsson skólastjóri Árskóla, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra, Jóhann Bjarnason áheyrnarfulltrúi skólastjóra, Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara, Kristín Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi kennara, Rúnar Vífilsson skólamálastjóri og Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs.

  1. Á fundinn kom Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
    Rætt var um húsnæðismál Árvistar.
    Hallgrímur, Gunnhildur, Óskar, Helga og Kristrún yfirgáfu fundinn.
  2. Lagt fram      minnisblað frá Skólamálastjóra varðandi upptökusvæði skóla í sveitarfélaginu.

    Tillögur að upptökusvæðum skóla í Skagafirði eru eftirfarandi:

    Árskóli                        Nemendur af Sauðárkróki, úr Rípurhreppi, Skefilstaðahreppi og hluta Skarðshrepps (að Áshildarholti) næsta skólaár 2003 - 2004. Eftir það verði upptökusvæði Árskóla miðað við allan Skarðshrepp.
    Varmahlíðarskóli         Nemendur úr Skarðshreppi frá Áshildarholti og frameftir næsta skólaár, Staðarhreppi, Seyluhreppi,  Lýtingsstaðahreppi auk 8. - 10. bekkjar úr Akrahreppi. Einnig er lagt til að nemendur sunnan Gljúfurár í Viðvíkursveit fari í Varmahlíðarskóla
    Grunnsk. að Hólum     Nemendur úr Viðvíkursveit norðan Gljúfurár og Hólahreppi
    Grunnsk Hofsósi         Nemendur úr Hofshreppi auk elstu nemenda úr Viðvíkursveit norðan Gljúfurár, Hólahreppi og Fljótahreppi.
    Sólgarðaskóli               Nemendur 1. - 7. bekkjar í Fljótahreppi.
    Komi til umsókn um flutning milli skóla, þurfa að liggja að baki gildar ástæður. Sækja þarf skriflega um slíkan flutning til fræðslunefndar.
    Komi til að flutningur milli skóla verði samþykktur skal það ekki auka útgjöld sveitarfélagsins í skólaakstri.
    Nefndin samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til á upptökusvæðum og felur skólamálastjóra að kynna breytingar fyrir hlutaðeigandi.
  3. Tekin fyrir beiðni sem barst á tölvupósti þann 1. maí 2003, varðandi skólavistun á öðru upptökusvæði.  Nefndin hafnar erindinu með vísan í áður skilgreind upptökusvæði skóla.  Sviðsstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að leggja fram tillögu að verklagsreglum um afgreiðslu beiðna um skólavistun.
  4. Tekið fyrir erindi frá Barnaverndarstofu, dags. 28. apríl 2003 og Barnaverndar­nefnd Skagafjarðar, vegna afgr. Á fundi nefndarinnar 5. maí sl. þar sem óskað er eftir umsögn fræðslu- og menningarnefndar varðandi skólavistun fyrir börn á grunnskólaaldri sem vistuð eru í styktu fóstri. Skólamálastjóra og sviðsstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs falið að taka saman drög að umsögn m.t.t. umræðna á fundinum.
  5. Önnur skólamál.      Engin.
    Gréta, Kristín, Jóhann og Sigurður yfirgáfu fundinn.

Tónlistarskóli Skagafjarðar:

  1. Tekið fyrir erindi frá skólastjórum Tónlistarskóla Skagafjarðar, dags. 4. apríl 2003, þar sem farið er fram á aukafjárveitingu vegna reksturs skólans.
    Nefndin sér ekki fært að verða við erindinu en leggur áherslu á að leitað verði leiða til að draga úr rekstrarkostnaði skólans með hliðsjón af samþykktri fjárhagsáætlun. Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar Framsóknarflokksins við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18:40.