Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

22. fundur 28. maí 2003 kl. 16:00 - 17:35 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, miðvikudaginn 28. maí kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:       

Menningarmál:

1.   Erindi frá Ólafi Hallgrímssyni, vorvaka í Árgarði.

2.   Hátíðahöld 17. júní.

3.   Önnur mál.

Skólamál:

4.   Launamál

Grunnskóli:

5.   Málefni Árvistar

6.   Skólaakstur, erindi vísað frá byggðaráði.

7.   Erindi frá Viðvík, skólavistun.

8.   Önnur mál.

Afgreiðslur:

Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, sat fundinn undir dagskrárliðum nr. 1. – 3.

  1. Tekið fyrir bréf dags. 21. maí 2003, undirritað af Ólafi Hallgrímssyni, þar sem óskað er eftir húsaleigustyrk vegna vorvöku í Árgarði, kr. 15.000,-.
    Samþykkt að veita umbeðinn styrk úr menningarsjóði.
  2. Rætt um hátíðarhöld á 17. júní.  Áskell Heiðar gerði grein fyrir undirbúningi hátíðarhaldanna.
  3. Önnur mál.
    a)  Ákveðið að veita til Sæluviku úr menningarsjóði kr. 60.000,-. til viðbótar við þá upphæð sem þegar hafði verið varið til verkefnisins, m.a. vegna sýningar Samtaka um leikminjasafn.
    b)  Rætt um undirbúning fyrir sjómannadagshátíðarhöld.  Ákveðið hefur verið að stofna sjómannadagsráð og mun Áskell Heiðar eiga sæti í því, ásamt fulltrúum frá björgunarsveitum og sjómönnum.
    Áskell Heiðar Ásgeirsson yfirgaf fundinn.

 Rúnar Vífilsson skólamálstjóri, Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna mættu til fundarins.

  1. Rætt um stöðu í launamálum grunnskólakennara og skólastjóra í sveitarfélaginu.
  2. Nefndin samþykkir að leggja til að framtíðarhúsnæði Árvistar verði í húsnæði sveitarfélagsins að Kirkjutorgi (Rússlandi).  Nefndin lýsir jafnframt ánægju með þjónustu Árvistar, sem veitt hefur verið  í      samvinnu grunnskóla og leikskóla og ákveður, að stofnaður verði      samráðshópur til að vinna áfram að verkefninu og nánari útfærslu      þess.  Í hópnum verði fulltrúar frá báðum leikskólunum á Sauðárkróki, Árskóla og Árvist.  Skólamálastjóra falið að kalla samráðshópinn saman og leiða starf hópsins.
  3. Tekið fyrir bréf dags. 23. maí 2003, sem vísað var frá Byggðaráði og varðar skólaakstur.  Nefndin leggur til að skólamálastjóra verði falið að ganga til samninga við bréfritara og leggja samningsdrög fyrir næsta fund nefndarinnar.
  4. Tekið fyrir bréf frá foreldrum í Viðvík, dags. 12. maí 2003, varðandi skólavistun.  Skólamálastjóra falið að bjóða bréfriturum til fundar við nefndina.
  5. Önnur mál.
    a)  Lagt fram bréf dags. 8. maí 2003, frá leikskólastjórum í Skagafirði, þar sem óskað er eftir aukanámskeiðsdegi vegna þess að starfsfólki leikskóla stendur til boða að sitja haustþing kennara á Norðurlandi vestra, sem haldið verður á Blönduósi 22. ágúst n.k.
    Nefndin samþykkir að 22. ágúst n.k. verði aukanámskeiðsdagur fyrir starfsfólk leikskóla.
    Rúnar Vífilsson yfirgaf fundinn.
    b)  Lögð fram drög að umsögn sem sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs tók saman að beiðni nefndarinnar og varðar skólavist vegna styrkts fósturs á skólasvæði Hofsóss.  Nefndin samþykkir framkomin drög með áorðnum breytingum.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:35.