Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

23. fundur 04. júlí 2003 kl. 14:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, föstudaginn 4. júlí kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 14:00.
Mætt:  Gísli Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð.  Sigurður Árnason var í símasambandi við nefndarmenn þar sem hann komst ekki til fundarins.

Dagskrá:

Menningarmál:

1.   Hátíðahöld 17. júní.

2.   Erindi varðandi hússtjórn Árgarðs

3.   Önnur mál.

Leikskólamál:

4.   Bréf frá foreldrafélagi leiksk. Brúsabæjar, vísað frá Byggðaráði.

5.   Erindi frá foreldrafél. leikskóla á Skr.

6.   Gjaldskrá, biðlistar.

7.   Önnur mál.

Grunnskóli:

8.   Tímaáætlun grunnskóla.

9.   Niðurstöður samræmdra prófa vor 2003

10. Erindi frá Viðvík, skólavistun.

11. Önnur mál.

Tónlistarskóli:

12. Tímaáætlun.

13. Gjaldskrá.

14. Fjárhagsáætlun.

15. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Menningarmál:

  1. Rætt um 17. júní hátíðarhöld.  Framkvæmd hátíðarhaldanna þykir hafa tekist vel.
  2. Tekið fyrir bréf dags. 4. júní 2003, frá Kristjáni Kristjánssyni þar sem hann tilkynnir brotthvarf sitt úr hússtjórn Árgarðs, sem fulltrúi Steinsstaðaskóla.
  3. Önnur mál engin.

Leikskólamál:
Undir lið nr. 4 – 7 sátu fundinn  Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi, Aðalbjörg Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla og Helga Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra.

  1. Tekið fyrir bréf frá foreldrafélagi leikskólans Brúsabæjar, dags. 29. maí 2003, vísað frá Byggðaráði 6. júní sl. , varðandi ráðningu leikskólastjóra. Nefndin leggur til við Byggðaráð að leikskólar út að austan verði skilgreindir sem ein stofnun með það að markmiði að laða menntaða starfsmenn til starfa og samræma þjónustu sem best í sveitarfélaginu. Leikskólastjóri út að austan hafi því umsjón með leikskóladeildum á Hólum, Hofsósi og Sólgörðum. Nefndin felur fræðslu- og íþróttafulltrúa að auglýsa eftir leikskólastjóra.
  2. Lagt fram til kynningar bréf sem barst á tölvupósti frá foreldrafélögum leikskóla á Sauðárkróki dags. 25. júní sl., varðandi málefni Árvistar.
  3. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir biðlista á leikskóla.
    Lagt fram til kynningar yfirlit yfir gjaldskrá leikskóla í 24 sveitarfélögum.  Fram kom að leikskólagjöld í sveitarfélaginu Skagafirði eru nokkuð undir meðaltali.  Ákveðið að endurskoða gjaldskrá út frá fyrirliggjandi upplýsingum á næsta fundi nefndarinnar.
  4. Önnur mál. 
    a) Tekið fyrir bréf dags. 3. júlí 2003, frá foreldrafélagi leikskólans á Sólgörðum, varðandi sumarlokun.  Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að svara erindinu.

Grunnskólamál:
Undir liðum nr. 8-11 sátu fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi,  Erla Valgarðsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Sigurður Jónsson áheyrnarfulltrúi kennara og Jóhann Bjarnason áheyrnarfulltrúi skólastjóra

  1. Lögð fram tímaáætlun grunnskóla í Skagafirði fyrir skólaárið 2003 – 2004.  Nefndin samþykkir framkomna áætlun fyrir sitt leyti.  Fræðslu- og      íþróttafulltrúa falið að áframsenda áætlunina ásamt greinargerð til      Byggðaráðs.
  2. Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum í Skagafirði, vorið 2003, lagðar fram til kynningar.
  3. Til fundarins komu Kári Ottósson og Guðríður Magnúsdóttir vegna erindis um skólavistun.
  4. Önnur mál engin.

Erla, Sigurður og Jóhann yfirgáfu fundinn.

Tónlistarskólinn:
Til fundarins komu Anna Jónsdóttir, Stefán R. Gíslason og Sveinn Sigurbjörnsson frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.

  1. Lögð fram tímaáætlun og skóladagatal Tónlistarskóla Skagafjarðar.  Nefndin samþykkir framkomnar áætlanir.
  2. Rætt um      gjaldskrá Tónlistarskólans.  Fram kom tillaga um breytingu á gjaldskrá og uppbyggingu hennar.  Helstu breytingar felast í      þrepaskiptingu gjaldskrárinnar í söngdeild, afnámi 25 % álagsgreiðslu      fyrir fullorðna nemendur en fullorðnir einstaklingar teljist þess í stað      ekki með þegar fjölskylduafsláttur er reiknaður.  Lagt er til að gjald fyrir fulla kennslu hækki um kr. 2.000,-. en annað breytist ekki.  Þá verður einnig boðið upp á, til reynslu, samkennslu í hjóðfæranámi gegn lægra skólagjaldi.  Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti en vísar erindinu til Byggðaráðs til umfjöllunar.  Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
  3. Lögð fram til kynningar áætluð staða Tónlistarskólans eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Áætluð staða er í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
  4. Önnur mál engin.