Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

25. fundur 15. ágúst 2003 kl. 14:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2003, föstudaginn 15. ágúst kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 14:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.  Að auki:  Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs.
Í upphafi fundar leitaði formaður Fræðslu- og menningarnefndar afbrigða til að taka eftirgreinda dagskrá til umfjöllunar á fundinum.  Samþykkt.

Dagskrá:

  1. Reglur um málsmeðferð vegna beiðna um flutning milli skóla innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  2. Ósk um flutning milli skóla, áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar, 14. ágúst 2003.
  3. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Lögð fram drög að reglum um málsmeðferð vegna beiðna um flutning milli skóla innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem sviðstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs var falið að taka saman. Ákveðið að fjalla nánar um reglurnar á næsta fundi nefndarinnar.
  2. Fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram skriflega niðurstöðu vinnuhóps sem fjallaði um beiðni um flutning þriggja nemenda milli skólasvæða, áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar, 14. ágúst 2003.  Í vinnuhópnum voru skólastjórar Grunnskólans Hofsósi og Árskóla, auk fræðslu- og íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs.  Í niðurstöðu vinnuhópsins kemur fram að beiðnin sé það seint fram komin að röskun verði á skólastarfi í báðum skólum, verði beiðnin samþykkt.  Þá telur vinnuhópurinn einnig að þar sem ekki sé um frjálst skólaval að ræða í sveitarfélaginu geti fordæmi þess að leyfa umbeðinn flutning milli skóla haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.  Fræðslu- og menningarnefnd synjar því umræddri beiðni um flutning milli skólasvæða og vísar í framangreinda niðurstöðu vinnuhópsins.
  3. Önnur mál.  Engin.