Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

26. fundur 16. september 2003 kl. 16:00 - 18:15 Í Safnahúsinu

Ár 2003, þriðjudaginn 16. september, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 16:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.  Að auki:  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs og Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi.

Dagskrá:

Menningarmál:

1.   Félagsheimilin Ljósheimar og Skagasel - fulltrúar hússtjórna mæta á fundinn.

2.   Umsókn um styrk vegna bókaútgáfu. Erindinu vísað til nefndarinnar frá byggðaráði 9. sept. sl

3.   Erindi frá Byggðasafni Skagfirðinga,  dags. 9. september 2003.

4.   Erindi frá Leikminjasafni Íslands, dags. 19. ágúst 2003.

5.   Menningarhús - kynnt niðurstaða fundar með menntamálaráðherra, 4. september sl.

6.   Önnur mál.

Skólamál:

Grunnskóli:

7.   Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar veturinn 2003-2004

8.   Umsögn Náttúrustofu Norðurlands vestra vegna vefs um náttúru Skagafjarðar.

Leikskóli:

9.   Kynnt drög að samkomulagi um þátttöku leikskólanna á Sauðárkróki í rekstri Árvistar.

10. Erindi frá starfsfólki leikskólans Birkilundar dags. 26. ágúst 2003.

11. Gjaldskrá leikskóla.

  1. Önnur mál.

Afgreiðslur:
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, sat fundinn undir dagskrárliðum 1 – 6.

  1. Á fundinn komu Andrés Viðar Ágústsson fyrir hönd Félagsheimilisins   Ljósheima og Árný Ragnarsdóttir fyrir hönd Félagsheimilisins Skagasels. Rætt um málefni félagsheimilanna, m.a. brunavarnir, gistisölu, nauðsynlegar úrbætur.  Sviðsstjóra falið að taka saman yfirlit yfir viðhaldsverkefni og ástand brunavarna í félagsheimilum.
  2. Tekið fyrir bréf frá september 2003,  en erindinu var vísað til nefndarinnar frá byggðaráði 9. september sl. Bréfið er ritað af      Elísabetu St. Jóhannsdóttur, sem óskar eftir fjárstuðningi við útgáfu      bókar um Skagfirska rósavettlinga. Nefndin telur sér ekki fært að veita umbeðinn fjárstuðning.
  3. Tekið fyrir bréf dags. 9. september 2003, frá Byggðasafni Skagfirðinga, þar sem farið er fram á að safninu verði heimilað að nýta gamla sýslumerki Skagafjarðarsýslu sem tákn safnsins. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti, notkun merkisins s.s fram kemur í bréfinu en bendir á að gæta verði að þeim takmörkunum sem höfundarréttur kann að setja.
  4. Tekið fyrir erindi sem barst á tölvupósti frá Leikminjasafni Íslands, dags. 19. ágúst 2003, varðandi húseign sveitarfélagsins að Skógargötu 11 (Gúttó). Erindinu vísað til Eignasjóðs.
  5. Áskell Heiðar sagði frá fundi sem fulltrúar sveitarfélagsins áttu með Menntamálaráðherra, þann 4. september sl. og lagði fram minnisblað. 
  6. Önnur mál.
    a)  3. október n.k. verður þess minnst að 150 ár eru liðin frá fæðingu Stephans G. Stephanssonar.  Fram hafa komið hugmyndir um að sveitarfélagið kæmi að málinu og er sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að kanna málið nánar.
    Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs– og þróunarsviðs yfirgaf fundinn.

    Til fundarins kom Rúnar Vífilsson, fræðslu-og íþróttafulltrúi.
  7. Rætt um framkvæmd stóru upplestrarkeppninnar.  Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að fylgja málinu eftir á sambærilegan hátt og gert hefur verið undanfarin ár.
  8. Lagt fram til kynningar bréf dags. 2. september 2003, undiritað af Þorsteini Sæmundssyni framkvæmdastjóra Náttúrustofu Norðurlands vestra, þar sem gefin er umsögn um gerð fræðsluvefjar um náttúru Skagafjarðar.
    Til fundarins komu Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Valbjörg Pálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna.
  9. Kynnt drög að samkomulagi um þátttöku leikskóla á Sauðárkróki í rekstri Árvistar.  Fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram drög að samkomulagi þar sem fram kom kostnaðarskipting milli rekstrareininga vegna þessa verkefnis.
  10. Tekið fyrir bréf dags. 26. ágúst 2003, undirritað af Steinunni Arnljótsdóttur, f.h. starfsfólks á Leikskólanum Birkilundi í Varmahlíð.  Í bréfinu er lýst eftir afstöðu fræðslu- og menningarnefndar til lágmarks vistunartíma í leikskólanum.  Nefndin telur eðlilegt að miða við að lágmarksvistunartími í leikskólanum verði 20 stundir frá og með 1. ágúst 2004.
  11. Tekið fyrir erindi sem vísað var til fræðslu- og menningarnefndar frá Byggðaráði þann 2. september sl., varðandi gjaldskrá leikskóla.  Nefndin ítrekar fyrri ákvörðun og vísar til fundargerðar 14. ágúst sl. þar sem fram kom að fyrirhuguð gjaldskrárhækkun á almennu gjaldi er u.þ.b. 9 % fyrir 8 stunda vistun með fullu fæði, frá og með 1. nóvember n.k.  Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  12. Önnur mál.
    a)  Fram kom fyrirspurn um verklegar framkvæmdir við leikskólann á Hofsósi.  Formanni nefndarinnar falið að ræða við sviðsstjóra Eignarsjóðs.
    Kristrún og Valbjörg yfirgáfu fundinn.
    b) Tekið fyrir erindi sem barst á tölvupósti þann 16. september sl. frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunarsviðs Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.  Í erindinu er óskað eftir áliti nefndarinnar varðandi samrekstur leikskóla-, grunnskóla-, og tónlistarskóla í sveitarfélögum.  Ákveðið að nefndarmenn verði í tölvusamskiptum og svari erindinu fyrir 29. september n.k. eins og um er beðið.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18:15.