Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2003, þriðjudaginn 7. október, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Félagsheimilinu Miðgarði kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Rögnvaldur Ólafsson og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. Einnig Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs.
Dagskrá:
Menningarmál:
1. Málefni Miðgarðs, fundað með hússtjórn um menningarhús og framkvæmdir.
Fundarhlé. Fundi fram haldið í Félagsheimilinu Árgarði.
2. Málefni Árgarðs, fundur með fulltrúum eigenda hússins varðandi nýjar reglur fyrir félagsheimilið.
3. Rekstrarstyrkir félagsheimila.
4. Leikminjasafn Íslands, flutningskostnaður sýningar Sigurðar Guðmundssonar
5. Önnur mál.
Afgreiðslur:
Undir lið nr. 1 sátu fundinn: Hússtjórn Miðgarðs: Helgi Gunnarsson, Sigurjón Ingimarsson og Þórarinn Magnússon og Magnús Gunnarsson, húsvörður.
- Rætt um málefni Miðgarðs og áætlanir um menningarhús.
Fundi frestað og fram haldið í Árgarði. Rögnvaldur Ólafsson, fulltrúi Akrahrepps vék af fundi.
Undir lið nr. 2 sátu fundinn hússtjórn Árgarðs og fulltrúar eigenda félagsheimilisins: Þórarinn Sverrisson, fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Rut Valdimarsdóttir, fulltrúi Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps og Jónína Friðriksdóttir, fulltrúi Ungmennafélagsins Framfarar og Friðrik Rúnar Friðriksson, húsvörður.
- Rætt um málefni Árgarðs. Rætt um nýjar reglur um félagsheimilið Árgarð. Nýjar reglur samþykktar af öllum fundarmönnum með þeim fyrirvara að aftan við grein nr. 3 bætist “ Eðlilegt viðhald og kostnaður því tengdur hefur ekki áhrif á eignarhlut.”
Farið yfir helstu atriði varðandi rekstur og viðhaldsverkefni framundan.
- Rætt um rekstrarstyrki til félagsheimila. Nefndin samþykkir eftirfarandi úthlutun af lið nr. 05-99 til viðbótar við fyrri úthlutanir: Kr. 92.970,-. til Félagsheimilis Rípurhrepps, kr. 64.035,-. til Ketiláss, kr. 117.465,-. til Melsgils, kr. 61.065,-. til Skagasels, kr. 375.000,-. til Miðgarðs og kr. 275.000,-. til Höfðaborgar.
- Tekið fyrir erindi sem barst til formanns nefndarinnar á tölvupósti dags. 29. september 2003, frá Jóni Viðari Jónssyni, varðandi styrk til greiðslu flutningskostnaðar vegna sýningar samtaka um Leikminjasafn, sem verið hefur í gangi í Skagafirði sl. mánuði. Nefndin samþykkir að styrkja samtökin um allt að kr. 65.000,-. vegna flutninga á sýningunni, eða sem svarar flutningi aðra leið Reykjavík - Sauðárkrókur.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19:30.