Fræðslu- og menningarnefnd
Fundur Fræðslu- og menningarnefndar Skagafjarðar haldinn þriðjudaginn 28. október 2003 kl: 16.00 í Safnahúsi Skagfirðinga.
Mætt voru eftirtaldin: Gísli Árnason, Gísli Sigurðsson, Sigurður Árnason og Dalla Þórðardóttir.
Dagskrá:
Skólamál: kl: 16.00
- Erindi frá Grunnskólanum að Hólum dags. 6.október 2003
- Samningur um sálfræðiþjónustu
- Reglur v. beiðna um flutning milli skóla innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, áður á dagskrá 15. ágúst síðastliðinn.
- Önnur mál.
Menningarmál: kl: 16.45 - Erindi frá húsnefnd Miðgarðs dags. 13. október 2003. Samhljóða erindi vísað frá byggðaráði þann 21. okt. 2003
- Byggðasafn, geymslumál.
- Menningarhús – tillaga að starfshópi.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
Skólamál:
Undir þessum málaflokki sátu fundinn Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla og Hanna Dóra Björnsdóttir, grunnsk.kennari, Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt, sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs.
- Erindi frá Grunnskólanum að Hólum. Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2004.
- Samningur um sálfræðiþjónustu. Fræðslunefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
- Reglur um flutning milli skóla. Málsmeðferðarreglur vegna beiðna um flutning
milli skóla innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
a) Börn á grunnskólaaldri skulu að jafnaði sækja skóla í sínu skólahverfi.
b) Heimilt er að veita undanþágu frá meginreglunni í 1. tölulið ef rík málefnaleg sjónarmið, fagleg eða félagsleg, liggja fyrir.
c) Beiðni foreldra um flutning skal vera skrifleg og rökstudd. Skal hún hafa borist fræðslu- og íþróttafulltrúa sveitarfélagsins eigi síðar en 10. dag júnímánaðar til þess að unnt sé að taka afstöðu til hennar áður en skipulagning skólastarfs viðkomandi skóla lýkur.
d) Fræðslu- og íþróttafulltrúi/sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs afgreiðir umsókn að fenginni umsögn skólastjóra hlutaðeigandi grunnskóla (hverfisskóla og móttökuskóla) og hefur heimild til að samþykkja hana
- ef talin eru fullnægjandi fagleg eða félagsleg rök rök fyrir beiðninni
- ef kostnaður vegna breytinganna er óverulegur (skólaakstur, launakostnaður o.s.frv.)
- ef breyting veldur ekki umtalsverðri röskun á starfsemi hlutaðeigandi skóla.
Beiðni foreldra skal afgreidd tafarlaust og rökstudd niðurstaða fræðslufulltrúa, samþykki eða synjun, tilkynnt foreldrum skriflega.
e) Telji foreldrar niðurstöðu óviðunandi er þeim heimilt að skjóta málinu til ákvörðunar Fræðslu- og menningarnefndar Skagafjarðar. Skal það gert skriflega og eigi síðar en tveimur vikum eftir að svar fræðslufulltrúa berst þeim.
f) Ef fræðslu- og íþróttafulltrúi/sviðsstjóri telur fullnægjandi málefnaleg rök vera fyrir flutningi, en ætlar að kostnaður eða röskun á skólaskipulagi verði umtalsverð, skal hann bera mál undir Fræðslu- og menninganefnd til ákvörðunar.
g) Ákvarðanir Fræðslu- og menningarnefndar skulu færðar í trúnaðarbók og eru að jafnaði ekki kynntar Byggðarráði Skagafjarðar sérstaklega, sbr. þó h-lið.
h) Foreldrar, sem telja á sig hallað, geta borið ákvarðanir Fræðslu- og menningarnefndar undir Byggðarráð, sem tekur fullnaðarákvörðun.
Fræðslunefnd samþykkir framlagðar reglur. - Önnur mál. Engin önnur mál.
Óskar, Hanna Dóra, Rúnar og Gunnar yfirgáfu fundinn.
Menningarmál:
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstj. Markaðs- og þróunarsviðs, kom nú til fundar. - Erindi frá húsnefnd Miðgarðs dags. 13. október 2003. Samhljóða erindi vísað frá byggðaráði þann 21. okt. 2003. Aukið framlag til Miðgarðs var veitt á fundi nefndarinnar þann 7. okt. sl. Sviðsstjóra falið að svara erindinu.
- Byggðasafn, geymslumál.
Lagðar fram til kynningar hugmyndir forstöðumanns Byggðasafns Skagfirðinga um að innrétta geymslur á efri hæð Minjahússins við Aðalgötu á Sauðárkróki. Samþykkt að vísa málinu til Eignasjóðs. - Menningarhús – tillaga að starfshópi.
Nefndin samþykkir að skipa starfshóp, sem mun hafa það hlutverk að móta tillögur um menningarhús. Í nefndinni skulu vera fulltrúar í fræðslu- og menningarnefnd, fulltrúi Akrahrepps, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs, Forstöðumaður Fræðaseturs Skagfirðinga, Forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga og fulltrúi frá hússtjórn Miðgarðs. - Önnur mál.
Rætt um jól og áramót, sviðsstjóra falið að vinna að málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:14.