Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

32. fundur 19. mars 2004 kl. 15:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2004, föstudaginn 19. mars kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Skólamál:

Leikskóli

1.   Sumarlokanir leikskóla.

2.   Biðlistar

3.   Önnur mál

Grunnskóli

4.   Tölvumál Grunnskólans á Hofsósi.

5.   Önnur mál.

Menningarmál:

6.   Úthlutun til menningarmála, af lið 05-89

7.   Málefni Minjahúss.

8.   Félagsheimilið Ljósheimar, brunavarnir.

9.   Félagsheimilið Miðgarður, tilnefning í húsnefnd

10. Erindi frá SSNV, dags. 22. sept., áður á dagskrá byggðaráðs 7. okt.                    

11. Skipurit Fræðaseturs Skagfirðinga, tillaga.

12. Önnur mál.

Afgreiðslur:

Undir liðum nr. 1 - 3 sátu fundinn:  Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Valbjörg Pálmarsdóttir fulltrúi starfsmanna á leikskólum og Gunnar Óskarsson fulltrúi foreldra.  Þá sat Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs fundinn undir liðum nr. 1 – 5.

Skólamál - Leikskóli

1. Nefndin samþykkir fram komna tillögu leikskólastjóra um lokun vegna

     sumarleyfa leikskóla..

2.  Rætt um biðlista á leikskólum á Sauðárkróki. 

3.  Önnur mál, engin.

Undir liðum nr. 4 – 5b sátu fundinn:  Hallfríður Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra og Björg Baldursdóttir fulltrúi starfsmanna í grunnskólum.

Skólamál – Grunnskóli

  1. Rætt um tölvubúnað í Grunnskólanum á Hofsósi. Fyrir liggur tilboð um kaup og/eða kaupleigu á tölvubúnaði og umsögn frá tölvuumsjónarmanni.Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að tölvuumsjónarmaðurvinni áfram að málinu með Grunnskólanum á Hofsósi.Erindinu vísað til Byggðaráðs.
  2.  Önnur mál.
    a) Fram kom fyrirspurn um úttekt á skólastarfi sem fyrirhugað var að vinna á síðasta ári og af hvaða fjárhagslið eigi að greiða þessa vinnu.  Gunnar upplýsti að vinna við úttektina hefði tafist en væri enn á dagskrá og gert væri ráð fyrir því að kostnaður við hana yrði greiddur af endurskoðunarkostnaði og yrði innan þess ramma.
    b) Rætt um kjaramál skólastjóra.
    Hallfríður og Björg yfirgáfu fundinn.
    c) Lagt fyrir bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi, dags. 19. mars 2004.  Trúnaðarmál.

Menningarmál

  1. Farið yfir      umsóknir um styrki til menningarmála.       Alls bárust umsóknir um kr. 7.947.000,-. Auk þess sem nokkrar      umsóknir hljóðuðu upp á ótilgreinda upphæð. 

Eftirfarandi úthlutanir samþykktar alls kr. 3.170.000,-.

Umsækjandi

Upphæð

Verkefni

Auður Aðalsteinsdóttir

60.000

Myndlistarsýning

Drangeyjarfélagið

80.000

Menningarviðburður í Sæluviku

Jón Ormar Ormsson

200.000

Ritun leikverks.

Karlakórinn Heimir

250.000

Uppsetning söngleiks í Reiðhöllinni

Kvenfélag Sauðárkróks

450.000

Dægurlagakeppni 2004

Leikfélag Hofsóss

300.000

Frumsamið leikrit, starfsemin.

Leikfélag Sauðárkróks

550.000

Uppsetning leikrita, starfsemin.

Rósmundur Ingvarsson

110.000

Örnefnaskráning

Rökkurkórinn

200.000

Söngferðir, starfsemin.

Sigurlaugur Elíasson

60.000

Myndlistarsýning

Skagfirski kammerkórinn

80.000

Starfsemin

Sæluvika Skagfirðinga

250.000

Kynning, útgáfa ofl.

Sögufélag Skagfirðinga

400.000

Útgáfa Skagfirskra æviskráa

Sönghópur eldri borgara

80.000

Söngferðir, starfsemin.

Tónlistarfélag Skagafjarðar

100.000

Tónleikar.

 

  1. Rætt um málefni Minjahússins.
  2. Nefndin samþykkir að hússtjórn Ljósheima leiti eftir tilboðum vegna kaupa og uppsetningar á brunavarnakerfi fyrir félagsheimilið.
  3. Erna Geirsdóttir tilnefnd í hússtjórn Miðgarðs í stað Helga Gunnarssonar, sem baðst lausnar frá stjórnarstörfum.
  4. Rætt um skipan í stýrihóp til stefnumótunar í menningarmálum á Norðurlandi vestra. Erindinu frestað.
  5. Lögð fram tillaga frá forstöðumanni Fræðaseturs að nýju skipuriti fyrir Fræðasetrið.  Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.
  6. Önnur mál engin.