Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2004, föstudaginn 16. apríl kom fræðslu- og menningarnefnd til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Þá sat fundinn undir liðum nr. 1 – 7, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskylduþjónustu sat fundinn undir liðum nr. 1 – 5.
Dagskrá:
Skólamál - Leikskólamál
1. Gjaldskrá leikskóla.
2. Önnur mál
Grunnskóli
3. Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi, dags. 31. mars.
4. Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. apríl.
5. Önnur mál.
Tónlistarskóli
6. Gjaldskrá tónlistarskólans skólaárið 2004-2005
7. Önnur mál.
Menningarmál:
8. Styrkumsókn, Róm, febrúar 2004
9. Liður 05-9, styrkir til félagsheimila.
10. Erindi frá SSNV, dags. 22. sept., frestað frá síðasta fundi.
11. Önnur mál.
Afgreiðslur:
Skólamál – Leikskólamál
Undir liðum nr. 1 - 2 sátu fundinn Gunnar Óskarsson áheyrnarfulltrúi foreldra, Helga Sigurbjörnsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Valbjörg Pálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna á leikskólum.
- Rætt um gjaldskrá leikskóla og samsetningu hennar meðal annars með tilliti til sérgjalda.
- Önnur mál.
a) Lagt fram til kynningar vinnublað frá tæknideild um mögulegan kostnað við byggingu leikskóladeilda (r) við leikskólann Furukot.
b) Tillaga leikskólastjóra um sumarlokanir á leikskólum var samþykkt á síðasta fundi fræðslu- og menningarnefndar, þann 19. mars sl. Þær verða því svo sem hér segir:
Barnaborg, Hofsósi 1. júlí – 17. ágúst.
Birkilundur, Varmahlíð 5. júlí – 6. ágúst.
Brúsabær, Hólum 1. júlí – 17. ágúst.
Furukot, Sauðárkróki 12. júlí til 6. ágúst
Glaðheimar, Sauðárkróki 5. júlí – 30. júlí
Sólgarðar, Fljótum 1. júlí – 17. ágúst.
Grunnskólamál
Undir liðum nr. 3 – 5 sátu fundinn Hallfríður Sverrisdóttir fulltrúi skólastjóra og Björg Baldursdóttir fulltrúi starfsmanna í grunnskólum.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi, dags. 31. mars, varðandi sérstakt námsúrræði nemanda.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. apríl, þar sem boðið er fram námskeið fyrir skólanefndir.
5. Önnur mál. Engin.
a) Rætt um skóladagatal í grunnskólunum. Víðast hvar eru tilbúin drög að skóladagatali og fara til umfjöllunar hjá starfsmönnum og foreldrum á næstu dögum.
Tónlistarskóli
- Rætt um gjaldskrá tónlistarskólans skólaárið 2004-2005.
- Önnur mál. Engin.
Menningarmál:
Til fundar kom Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
8. Styrkumsókn, frá Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur og Emiliano Monaco, undirrituð í febrúar 2004, þar sem óskað er eftir styrk vegna gerðar heimildarmyndar. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
9. Liður 05-9, styrkir til félagsheimila. Samþykkt eftirfarandi úthlutun rekstrarstyrkja til félagsheimila. Bifröst kr. 100.000,-. Miðgarður kr. 1.200.000,-.
Ljósheimar kr. 800.000,- og er í framlagi til Ljósheima sérstaklega gert ráð fyrir uppsetningu brunavarnakerfis.
10. Erindi frá SSNV, dags. 22. sept., frestað frá síðasta fundi, þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni fulltrúa í starfshóp um gerð menningarsamnings. Fram kom tillaga um Gísla Árnason og Katrínu Maríu Andrésdóttur. Samþykkt.
11. Önnur mál.
a) Áskell Heiðar lagði fram til kynningar drög að sæluvikudagskrá. Rætt um undirbúning sæluvikunnar sem gengur vel.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:51.