Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2004, þriðjudaginn 13. október 2004, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 13:00.
Mættir voru: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.
Einnig: Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs undir liðum nr. 1 og 2. Undir liðum nr. 3 – 6 Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
DAGSKRÁ:
Skólamál:
- Vinna að stefnumótun.
2. Önnur mál.
Menningarmál:
- Bókhald félagsheimila.
- Húsnefnd Bifrastar.
- Staða rekstrar 05.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Skólamál:
- Fram kom eftirfarandi tillaga frá Sigurði Árnasyni.
Tillaga:
“Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að hefja nú þegar vinnu við skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Skólastefnan skal vera unnin í samráði við stjórnendur og starfsfólk viðkomandi stofnana, foreldra og aðra íbúa sveitarfélagsins.“
Greinargerð:
“Í fjárhagsáætlun ársins 2004 er gert ráð fyrir að tæplega 700 milljónum verði varið til málaflokks – 04 fræðslumála. Eðlilegt hlýtur að teljast að Sveitarfélagið Skagafjörður móti sér formlega stefnu í málaflokknum með það að markmiði að fjármunir nýtist sem best og að öllum börnum í sveitarfélaginu sé tryggð góð menntun “
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að vinna að stefnumótun í fræðslumálum með ofangreindum hætti. Jafnframt verði óskað eftir fundi með félags- og tómstundanefnd með það að markmiði að unnin verði heildstæð stefnumótun fyrir fjölskyldu- og þjónustusvið. Sviðsstjóra og fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að taka saman gátlista vegna stefnumótunarvinnunnar, skv. fyrirliggjandi vinnuáætlun. Formaður kynnti minnisblað um stefnumótun í fræðslumálum.
- Önnur mál – engin.
Menningarmál:
- Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að leggja til að færsla og uppgjör á bókhaldi félagsheimila verði falið Kristjáni Kristjánssyni sem starfar að ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélagið. Áætlað er að með því fyrirkomulagi sparist nokkur útgjöld vegna aðkeyptrar bókhaldsþjónustu. Sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að fylgja málinu eftir.
- Tekið fyrir erindi frá Ásdísi Guðmundsdóttur, dags. 15. september 2004, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í hússtjórn Félagsheimilisins Bifrastar. Fram kom tillaga um að Sigrún Alda Sighvatz taki hennar sæti. Aðrar tilnefningar bárust ekki og nefndin samþykkir að skipa Sigrúnu Öldu í hússtjórnina.
Þá var tekið fyrir bréf frá hússtjórn Bifrastar, dags. 13. október 2004, þar sem óskað er eftir viðbótarrekstrarstyrk til félagsheimilsins. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að úthluta kr. 150.000,-. til félagsheimilisins af lið nr. 05-9. - Lagt fram yfirlit yfir stöðu menningarmála miðað við fjárhagsáætlun, liðir nr. 05-89 og 05-71.
- Önnur mál. Engin.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 14:27.