Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2004, föstudaginn 26. nóvember 2004, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00
Mætt voru: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð.
Undir liðum nr. 1 – 6 sat fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi.
Undir liðum nr. 1 – 3 sátu fundinn Óskar Björnsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra og Friðrik Steinsson áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna.
Undir liðum nr. 4 – 6 sátu fundinn Ásgrímur Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi og Cristine Hellwig áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskóla.
Dagskrá:
Skólamál - Grunnskóli:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Erindi frá menntamálaráðuneyti dags. 22. nóvember varðandi skipulag skólahalds.
- Önnur mál
Leikskóli:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Erindi frá skólastjóra leikskólans út að austan, dags 22. nóv. Tillaga á nafn leikskólans.
- Önnur mál.
Tónlistarskóli:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Önnur mál.
Menningarmál:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Önnur mál
Afgreiðslur:
Skólamál – Grunnskóli:
- Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun ársins 2005 og rætt um þau.
- Lagt fram tilkynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dags. 22. nóv 2004, varðandi skipulag skólahalds.
- Önnur mál
a) Teknar fyrir tillaga að verklagsreglum um auglýsingar, kynningar o.fl. í skólum í Skagafirði og tillaga að viðmiðunarreglum um rannsóknir og kannanir í skólum, sem kynntar voru á síðasta fundi nefndarinnar. Nefndin samþykkir framkomnar tillögur.
Leikskólamál:
- Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun ársins 2005 og rætt um þau.
- Tekið fyrir erindi frá skólastjóra leikskólans út að austan, dags. 22. nóvember 2004, varðandi tillögu að nafni skólans. Nefndin samþykkir að leikskólinn heiti framvegis Tröllaborg eins og fram kemur í erindinu.
- Önnur mál
a) Rætt um sumarlokanir leikskóla í Skagafirði og könnun sem gerð var meðal foreldra varðandi þau mál. Ákveðið að óska eftir því að leikskólastjórar leggi fram tillögur að dagsetningum sumarlokana 2005 – 2007, í samráði við viðkomandi foreldrafélög.
Tónlistarskóli:
- Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun árins 2005 og rætt um þau.
- Önnur mál. Engin.
Menningarmál:
- Lögð fyrir drög að fjárhagsáætlun ársins 2005 og rætt um þau.
- Önnur mál. Engin.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:00