Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2004, föstudaginn 17. desember, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt voru: Gísli Árnason, Einar Gíslason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. Einnig: Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi undir liðum nr. 1 – 7 og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs undir liðum 8 – 9. Undir liðum nr. 3 – 5 sátu fundinn: Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Ásgrímur Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.
Dagskrá:
Skólamál - Grunnskóli:
- Fjárhagsáætlun 2005.
2. Önnur mál.
Leikskóli:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Erindi frá leikskólastjórum, dags. 8. desember 2004. Sumarlokanir leikskóla.
- Önnur mál.
Tónlistarskóli:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Önnur mál.
Menningarmál:
- Fjárhagsáætlun 2005.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
Skólamál - Grunnskóli:
- Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
- Önnur mál – engin.
Leikskóli:
- Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
- Tekið fyrir erindi frá leikskólastjórum, dags. 8. desember 2004 þar sem fram koma tillögur að tímsetningum sumarlokana leikskóla, 2005 - 2008. Fræðslu- og menningarnefnd lýsir ánægju með framkomnar tillögur og samþykkir þær. Leikskólastjórum falið að sjá um kynningu sumarlokana.
- Önnur mál – engin.
Tónlistarskóli:
- Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
- Önnur mál – engin.
Heildarútgjöld að frádregnum tekjum, til fræðslumála á árinu 2005, við fyrri umræðu í sveitarstjórn voru áætluð kr. 711.263.000 en þegar búið var að áætla kostnað vegna samningsbundinna launahækkana ofl. var gert ráð fyrir kr. 762.943.000,-., Nefndin leggur til að heildarútgjöld að frádregnum tekjum, til fræðslumála verði kr. 740.284.000,-. á árinu 2005 og er þá gert ráð fyrir enn frekari hagræðingu í skólastarfi.
Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna.
Menningarmál:
- Tekin fyrir fjárhagsáætlun ársins 2005, með áorðnum breytingum frá fyrri umræðu sveitarstjórnar. Vísað til byggðaráðs.
Heildarútgjöld að frádregnum tekjum, til menningarmála á árinu 2005 við fyrri umræðu í sveitarstjórn voru áætluð kr. 68.245.000. Nefndin leggur ekki til breytingu á þeirri áætlun.
Einar Gíslason situr hjá við afgreiðsluna. - Önnur mál.
a) Borist hefur bréf frá hússtjórn félagsheimilisins Miðgarðs, varðandi aukningu á rekstrarstyrk 2004. Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu. Formanni nefndarinnar falið að ræða við formann hússtjórnar um framhald málsins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundið slitið kl. 17:15.