Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2005, þriðjudaginn 22. febrúar komu fræðslu- og menningarnefnd annarsvegar og félags- og tómstundanefnd hinsvegar saman til vinnufundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt voru: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt og María Björk Ingvadóttir.
Dagskrá:
- Erindi Félags- og tómstundanefndar varðandi úttekt á frístundastarfi í skólum o.fl.
Afgreiðslur:
- Rætt um fyrirhugaða sameiginlega úttekt á frístundamálum barna og unglinga. Nefndirnar munu hvor fyrir sig ræða næstu skref í málinu og afmarka verkefnið.
Fundi slitið kl. 17.10
Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað.