Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

44. fundur 07. mars 2005 - 17:50 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, mánudaginn 7. mars, kom Fræðslu- og menningarnefndar Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Undir liðum nr. 1 – 2 sátu fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs.                Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs sat fundinn undir liðum nr. 3 – 4.

Dagskrá:

Skólamál:

Grunnskóli:

1.   Trúnaðarmál.

  1. Önnur mál

    Menningarmál:

  2. Styrkir til menningarmála.
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

Skólamál – Grunnskóli

  1. Trúnaðarmál –  sjá trúnaðarbók.
  2. Önnur mál. Engin.

Menningarmál

  1. Umsóknarfrestur um styrki úr menningarsjóði rann út 1. mars 2005. Alls bárust 18 umsóknir samtals að upphæð kr. 4.750.000,-.   Eftirfarandi úthlutanir samþykktar:

Umsækjandi

Verkefni

Samþykkt upphæð

Sögufélag Skagfirðinga

Útgáfa Skagfirskra   æviskráa

400.000,-.

Dægurlagakeppni Sæluviku

Framkvæmd dægurlagakeppni

420.000,-.

Jónsmessufélagið Hofsósi

Jónsmessuhátíð

100.000,-.

Anna Sigríður Hróðmarsdóttir

Tilraunir með vinnslu á náttúrulegum leir

100.000,-.

Skotta ehf., Árni Gunnarsson

Menningarhátíð í júlí

100.000,-.

Rósmundur Ingvarsson

Örnefnaskráning

100.000,-.

Sigurlaugur Elíasson

Myndlistarvinnustofa

100.000,-.

Samband Skagfirskra kvenna

Félagsmálaskóli og móttaka sendinefndar

100.000,-.

Ífur

Menningarvaka

50.000,-.

Sönghópur eldri borgara

Kórstarf

100.000,-.

Skagfirski kammerkórinn

Kórstarf

100.000,-.

Alls

1.670.000,-.

 

Enn fremur var ákveðið að verja kr. 250.000,-. til framkvæmdar og kynningar Sæluviku.
Tveimur umsóknum synjað. Sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að tilkynna umsækjendum um afgreiðslu umsókna. Jafnframt var sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að leita eftir samstarfssamningum, til reynslu til tveggja ára, við Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Hofsóss, Karlakórinn Heimi og Rökkurkórinn.

  1. Önnur mál.      Engin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:50.