Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2005, mánudaginn 7. mars, kom Fræðslu- og menningarnefndar Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Undir liðum nr. 1 – 2 sátu fundinn Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs sat fundinn undir liðum nr. 3 – 4.
Dagskrá:
Skólamál:
Grunnskóli:
1. Trúnaðarmál.
- Önnur mál
Menningarmál: - Styrkir til menningarmála.
- Önnur mál
Afgreiðslur:
Skólamál – Grunnskóli
- Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.
- Önnur mál. Engin.
Menningarmál
- Umsóknarfrestur um styrki úr menningarsjóði rann út 1. mars 2005. Alls bárust 18 umsóknir samtals að upphæð kr. 4.750.000,-. Eftirfarandi úthlutanir samþykktar:
Umsækjandi |
Verkefni |
Samþykkt upphæð |
Sögufélag Skagfirðinga |
Útgáfa Skagfirskra æviskráa |
400.000,-. |
Dægurlagakeppni Sæluviku |
Framkvæmd dægurlagakeppni |
420.000,-. |
Jónsmessufélagið Hofsósi |
Jónsmessuhátíð |
100.000,-. |
Anna Sigríður Hróðmarsdóttir |
Tilraunir með vinnslu á náttúrulegum leir |
100.000,-. |
Skotta ehf., Árni Gunnarsson |
Menningarhátíð í júlí |
100.000,-. |
Rósmundur Ingvarsson |
Örnefnaskráning |
100.000,-. |
Sigurlaugur Elíasson |
Myndlistarvinnustofa |
100.000,-. |
Samband Skagfirskra kvenna |
Félagsmálaskóli og móttaka sendinefndar |
100.000,-. |
Ífur |
Menningarvaka |
50.000,-. |
Sönghópur eldri borgara |
Kórstarf |
100.000,-. |
Skagfirski kammerkórinn |
Kórstarf |
100.000,-. |
Alls |
1.670.000,-. |
Enn fremur var ákveðið að verja kr. 250.000,-. til framkvæmdar og kynningar Sæluviku.
Tveimur umsóknum synjað. Sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að tilkynna umsækjendum um afgreiðslu umsókna. Jafnframt var sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að leita eftir samstarfssamningum, til reynslu til tveggja ára, við Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Hofsóss, Karlakórinn Heimi og Rökkurkórinn.
- Önnur mál. Engin.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:50.