Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

46. fundur 18. maí 2005 kl. 15:30 - 17:05 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 18. maí, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:30.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir, sem ritaði fundargerð. Einnig: Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs.

Dagskrá:       

Skólamál:

  1. Grunnskólinn Hofsósi, staða skólastjóra.
  2. Skóladagatal
  3. Skólastefna
  4. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Jón Hilmarsson í stöðu skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
  2. Lagt fram skóladagatal Grunnskólans að Hólum fyrir skólaárið 2005-2006. Samþykkt.
  3. Ákveðinn vinnufundur um skólastefnu 13. júní n.k.
  4. Önnur mál:
    a) Rætt um endurnýjun á tölvusamningi Árskóla, sem rennur út næsta vetur. Vísað til Byggðaráðs til nánari umfjöllunar.
    b) Formanni fræðslu- og menningarnefndar og fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að ræða við skólastjóra grunnskóla í Skagafirði um mögulega útfærslu á verkefni sem tengist náttúru, umhverfi, menningu og sögu í Skagafirði.
    Sigurður óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar þar sem verkefnið hafi ekki verið kynnt skriflega.
    c) Sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs greindi frá umræðum sem verið hafa um reynsluna af sameiginlegri fjölskyldu- og skólaþjónustu, meðal skólastjórnenda og starfsmanna fjölskyldu- og þjónustusviðs.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundið slitið kl. 17:05.