Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2005, miðvikudaginn 12. október, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs undir lið nr. 3 og 4.
Dagskrá:
Menningarmál:
- Styrkbeiðni, Tónlistarfélag Skagafjarðar.
- Lagt fram erindi frá Dr. Margaret Cormack.
- Samningar um menningarmál.
- Önnur mál
Afgreiðslur.
- Lögð fram styrkbeiðni frá Tónlistarfélagi Skagafjarðar. Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
- Lagt fram erindi frá Dr. Margaret Cormack, dags. 20. júlí 2005 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við ráðstefnu sem haldin verður að Hólum í Hjaltadal í lok júní 2006 og ber nafnið Kirkjurnar kortlagðar. Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
- Til fundarins komu forsvarsmenn Karlakórsins Heimis, þeir Páll Dagbjartsson og Stefán Gíslason. Nú vék Gísli Árnason af fundi og sæti hans tók varamaður hans í nefndinni Ólafur Hallgrímsson. Rætt var um samninga um menningarmál og útfærslu gagnvart Karlakórnum Heimi. Fram kom að fulltrúar Karlakórsins hafna gerð menningarsamnings á þeim forsendum sem fyrir liggja. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Karlakórinn Heimi um kr. 300.000,- úr menningarsjóði á grundvelli þeirrar umsóknar sem fyrir liggur.
- Önnur mál
a) Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kynnti erindi frá Atvinnu- og ferðamálanefnd, varðandi aðkomu Fræðslu- og menningarnefndar að þjónustukönnun í sveitarfélaginu. Nefndin tekur jákvætt í erindið, afgreiðslu frestað til næsta fundar.
b) Borist hefur bréf dags. 30. ágúst 2005, frá Önnu Hróðmarsdóttur. Í bréfinu þakkar hún stuðning við verkefni sem lýtur að glerungsgerð og tilraunum úr íslenskum jarðefnum og sendi sýnishorn af vörum ásamt stuttri lýsingu á framgangi verkefnsins. Nefndin þakkar bréfritara og óskar henni velgengni í framtíðinni.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:07.