Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

53. fundur 30. nóvember 2005 kl. 14:00 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 30. nóvember kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 14:00.
Mætt:  Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn undir lið nr. 1-7, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi. Undir liðum 1 – 3 Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og  Lára Kristín Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra. Undir liðum nr. 4 – 5, Ragnheiður Matthíasdóttir áheyrnarfulltrúi starfsmanna grunnskóla og Jón Hilmarsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla. Undir lið nr. 6 – 7, Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar. Undir lið nr. 8 Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga og Unnar Ingvarsson forstöðumaður Fræðaseturs.

Dagskrá:

Skólamál:

Leikskóli

  1. Fjárhagsáætlun 2006
  2. Gjaldskrá
  3. Önnur mál

Grunnskóli

  1. Fjárhagsáætlun  2006
  2. Önnur mál

Tónlistarskóli

  1. Fjárhagsáætlun 2006
  2. Önnur mál

Menningarmál

  1. Fjárhagsáætlun 2006
  2. Félagsheimilið Bifröst.
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

Leikskóli

  1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2006.  Vísað til byggðaráðs. Katrín María Andrésdóttir óskar bókað:  “Undirrituð telur að enn eigi nefndin eftir að vinna nánar að einstökum liðum áætlunarinnar áður en henni er vísað til byggðaráðs.”
  2. Gjaldskrá leikskóla í Skagafirði – frestað.
  3. Önnur mál
    a) Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Furu- og Krílakots, dags. 29. nóv. 2005, þar sem m.a. er óskað eftir úrbótum á aðstöðu. Erindinu vísað til stjórnar Eignasjóðs varðandi búnað og aðstöðu, öðrum liðum erindisins frestað til næsta fundar.
    b) Lagt fram erindi frá stjórn foreldrafélags Glaðheima, þar sem óskað er eftir nauðsynlegum úrbótum á lóð og leiksvæði. Erindinu vísað til stjórnar Eignasjóðs.

Grunnskóli

  1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun grunnskóla í Skagafirði fyrir árið 2006. Vísað til byggðaráðs.  Katrín María Andrésdóttir óskar bókað:  “Undirrituð telur að enn eigi nefndin eftir að vinna nánar að einstökum liðum áætlunarinnar áður en henni er vísað til byggðaráðs.”
  2. Önnur mál
    a) Lagt fram erindi sem barst á tölvupósti frá Óskari Björnssyni 30. nóvember 2005 varðandi aðstöðu og búnað í Árskóla. Erindinu vísað til stjórnar Eignasjóðs.

Tónlistarskóli

  1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2006. Vísað til byggðaráðs. Katrín María Andrésdóttir óskar bókað:  “Undirrituð telur að enn eigi nefndin eftir að vinna nánar að einstökum liðum áætlunarinnar áður en henni er vísað til byggðaráðs.”
  2. Önnur mál. Engin.

Menningarmál

  1. Unnið að fjárhagsáætlun menningarmála fyrir árið 2006.
    Sigurður Árnason fór af fundi kl. 15:55.
  2. Rætt um málefni félagsheimilsins Bifrastar, m.a. kvikmyndasýningar.
  3.  Önnur mál. Engin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:10