Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

54. fundur 07. desember 2005 kl. 16:00 - 16:58 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 7. desember kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs.
Dagskrá:
Menningarmál:

  1. Fjárhagsáætlun 2006
  2. Félagsheimilið Bifröst.
  3. Önnur mál

Afgreiðslur:

  1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2006. Vísað til Byggðaráðs.
  2. Rætt um málefni Félagsheimilisins Bifrastar. Nefndarmenn sammála um að gera þurfi úrbætur á sýningarbúnaði kvikmynda til að treysta rekstrargrundvöll hússins. Sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að afla nánari upplýsinga.
  3. Önnur mál. Engin.
    Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:58.