Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

56. fundur 03. febrúar 2006 kl. 15:00 - 17:40 Í Ráðhúsinu

Ár 2006, föstudaginn 3. febrúar kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason, Dalla Þórðardóttir og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Að auki undir lið nr. 1 - 4, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi. Undir lið nr. 1 Helga Sigurbjörnsdóttir leikskólastjóri og undir lið nr. 1 – 4 Anna Stefánsdóttir leikskólastjóri Brúsabæjar.

Dagskrá:

Skólamál:

Leikskóli

  1. Leikskólastjórar koma til fundar.
  2. Fulltrúar foreldrafélaga á Skr. koma til fundar sbr. 3. lið b)  55. fundar
  3. Erindi dags. 20. jan frá Guðrúnu Árnadóttur.
  4. Önnur mál

Menningarmál:

  1. Félagsheimilið Árgarður – tilnefning í húsnefnd.
  2. Styrkir til menningarmála.
  3. Styrkbeiðni, dags. 16. jan. v. Heimilda um Drangey. Vísað frá byggðaráði 24. jan
  4. Önnur mál

Afgreiðslur

Skólamál

  1. Kynnt var minnisblað frá leikskólastjórum um málefni leikskólanna og rætt um það. Leikskólastjórar beina þeim eindregnu tilmælum til nefndarinnar að ráðinn verði leikskólafulltrúi og mörkuð verði fjölskyldustefna í      sveitarfélaginu. Fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram til kynningar skýrslu sem unnin hefur verið af tæknideild um stækkunarmöguleika leikskóla á Sauðárkróki.
    Nefndin samþykkir að fyrirkomulag sumarlokana leikskóla og möguleiki á tímabundnum flutningi milli leikskóla á Sauðárkróki verði með sama sniði og sl. sumar. Helga Sigurbjörnsdóttir yfirgaf fundinn.
  2. Fulltrúar foreldrafélaga leikskóla á Sauðárkróki komu til fundar. Eftirtaldir mættu til fundarins: Guðný J. Guðmarsdóttir, Steina M. Lazar Finnsdóttir,      Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Anna Á Stefánsdóttir,      Jakob F. Þorsteinsson, Steinunn R. Guðmundsdóttir og Kolbrún Þórðardóttir. Rætt um framtíðarskipan leikskólamála á Sauðárkróki. Fulltrúar foreldra leggja áherslu á að stefnumótun og uppbyggingarvinnu verði hraðað eins og kostur er og haft verði samráð við þá í þeirri vinnu.
    Lagt fram bréf dags. 30. janúar 2006 þar sem foreldrar mótmæla harðlega hækkun leikskólagjalda. Jafnframt er óskað eftir skýringum á því að erindi sem vísað var til stjórnar Eignarsjóðs af fundi nefndarinnar 30. nóvember 2005 skuli ekki enn hafa fengið afgreiðslu.
    Nefndin samþykkir að skoða sérstaklega gjaldtöku vegna fjölskylda sem nýta þjónustu dagforeldra, leikskóla og Árvistar á sama tíma. Fulltrúar foreldra  yfirgáfu fundinn.
  3. Tekið fyrir erindi dags. 20. janúar 2006 frá Guðrúnu Árnadóttur, varðandi þátttöku í aksturskostnaði vegna leikskólabarns. Gísli Árnason vék af fundi undir þessum lið. Nefndin synjar erindinu.
  4. Önnur mál. Gísli Árnason kom til fundar að nýju.
    a) Lagðar fram til kynningar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra
    sveitarfélaga um greiðslur vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilssveitarfélags.
    b) Lögð fram til kynningar fundargerð af fundi Launanefndar Sveitarfélaga frá fundi nr. 213, 28. janúar 2006.
    c) Lagt fram til kynningar skjal sem fjallar um skólastarf og skólaumbætur og lýsir sameiginlegri sýn Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra. Í skjalinu kemur fram með hvaða hætti ofangreindir aðilar ætla að vinna saman að sveigjanlegra skólakerfi á grundvelli heildarendurskoðunar á námi og breyttrar námsskipunar skólastiganna.
    Fræðslu- og menningarnefnd lýsir undrun yfir því að sveitarfélög sem starfrækja grunnskólana í landinu virðist ekki hafa haft aðkomu að gerð skjalsins.

Menningarmál.

  1. Samþykkt að tilnefna Jóhann Kára Hjálmarsson sem fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar í húsnefnd  Félagsheimilisins Árgarðs.
  2. Ákveðið að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarmála með sama hætti og sl. ár.
  3. Tekið fyrir erindi dags. 16. janúar 2006 frá Kristjáni Eiríkssyni varðandi gerð heimildamyndar um Drangey. Vísað frá byggðaráði 24. janúar sl. Ákveðið að fresta erindinu til fundar um úthlutun menningarstyrkja.
  4. a) Tekið fyrir erindi dags. 30. janúar 2006 frá Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu geisladisks.  Ákveðið að fresta erindinu til fundar um úthlutun menningarstyrkja.
    b) Katrín María Andrésdóttir þakkar nefndarmönnum, starfsfólki og áheyrnarfulltrúum fyrir ánægjulegt og málefnalegt samstarf, þar sem þetta er síðasti fundur hennar í nefndinni. Nefndarmenn þakka Katrínu Maríu samstarfið.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið 17:40.