Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2006, miðvikudaginn 8. mars kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Sigríður Svavarsdóttir. Áheyrnarfulltrúar Björg Baldursdóttir, Sigríður Sveinsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Svanhildur Guðmundsdóttir. Að auki sat fundinn Gunnar M. Sandholt sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Skólamál:
- Kjör varaformanns og ritara
- Gjaldskrá - samræming
- Erindi frá Jóni Hilmarssyni, dags 1. mars s.l. varðandi vinnu við skólastefnu sveitarfélagsins.
- Viðhorfskönnun - niðurstöður
- Jafnréttisáætlun, erindi frá Félags- og tómstundanefnd dags. 10.2.2006
- Erindi frá Hólum varðandi sparkvelli, dags. 10.2.2006
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Formaður gerði tillögu um Sigríði Svavarsdóttur sem varaformann og ritara. Samþykkt.
- Fræðslunefnd samþykkir að systkinaafsláttur skuli virka milli vistunarúrræða þannig að foreldrar sem eiga t.d. börn á leikskóla, Árvist eða hjá dagmóður njóti systkinaafsláttar. Nefndin felur fræðslu- og íþróttafulltrúa að útfæra orðalag til breytinga á gjaldskrám og leggja fyrir næsta fund. Breytingar taki gildi 1. apríl n.k.
- Nefndin tekur jákvætt í erindið og ákveður að ræða útfærslu frekar við Jón Hilmarsson.
- Sviðsstjóri kynnir helstu niðurstöður könnunarinnar.
- Nefndin telur rétt að í jafnréttisáætlun verði kveðið á um aðgerðir til að jafna hlutfall kynja í starfsmannahaldi leikskóla.
- Erindið lagt fram til kynningar.
- Engin.
Lesið af skjávarpa og staðfest rétt bókað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:14