Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2006, mánudaginn 24. apríl kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Sigríður Svavarsdóttir. Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sat undir liðum 1-3. Undir lið 4 sátu Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi, Jón Hilmarsson skólastjóri og Þóra Björk Jónsdóttir sérkennari.
Dagskrá:
Menningarmál
- Félagsheimili- rekstrarstyrkir.
- Styrkir til menningarmála.
- Önnur mál
Fræðslumál
4. Skólastefna
Afgreiðslur:
Menningarmál:
- Félagsheimili- rekstrarstyrkir.
Samþykkt að styrkja Árgarð um kr. 400.000 af lið 5610 styrkir til félagsheimila. - Styrkir til menningarmála.
Samþykkt að styrkja Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls um kr. 50.000 til útgáfu geisladisks, samþykkt að styrkja Jónsmessufélagið í Hofsósi um kr. 30.000 og Löngumýrarskóla um kr. 30.000 til píanókaupa. Tekið af lið 05890. - Önnur mál
Sæluvika – Sviðsstjóri lagði fram til kynningar dagskrá Sæluviku 2006.
Fræðslumál: - Jón Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans Hofsósi mætti á fundinn ásamt fulltrúum Skólaskrifstofunnar og ræddi hugmyndir sínar um vinnu að skólastefnu.
Unnin voru frumdrög að SWOT – greiningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.