Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

174. fundur 14. desember 2021 kl. 16:15 - 18:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Ragnhildur Jónsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri grunnskóla
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir skólastjóri leikskóla
  • Bogdís Una Hermannsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Sandra Hilmarsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Styrking leikskólastigsins - skýrsla

Málsnúmer 2108212Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri kynnti umbætur í leikskólanum Ársölum og sagði frá breytingum sem hafa verið innleiddar og það sem framundan er. Nefndin fagnar þessum umbótum og hlakkar til að fá að fylgjast með framvindu verkefnisins.

2.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 2111022Vakta málsnúmer

Ályktun bæjarráðs Árborgar lögð fram til kynningar. Hún fjallar um þau stóru verkefni sem framundan eru í fjölgun leikskólarýma í landinu með hliðsjón af lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði.

3.Sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2020 - 2021

Málsnúmer 2110116Vakta málsnúmer

Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna lagðar fram til kynningar. Heilt yfir eru niðurstöður kannana mjög jákvæðar fyrir starfsemi leikskólanna. Fræðslunefnd þakkar það góða starf sem unnið er í leikskólum Skagafjarðar.

4.Starfsáætlanir leikskóla 2021 - 2022

Málsnúmer 2112045Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir leikskólanna lagðar fram til kynningar.

5.Ytra mat á Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 2106145Vakta málsnúmer

Kynntar voru niðurstöður ytra mats Menntamálastofnunar í umboði menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á starfi Varmahlíðarskóla. Ytra mat þetta er framkvæmt í samræmi við grunnskólalög. Heilt yfir kemur matið mjög vel út og skólastarf er til mikillar fyrirmyndar samkvæmt niðurstöðum matsins. Fræðslunefnd þakkar gott skólastarf sem unnið er í Varmahlíðarskóla.

6.Starfsáætlun og skipurit fjölskyldusviðs

Málsnúmer 2110092Vakta málsnúmer

Sviðstjóri kynnti starfsemi og skipulag fjölskyldusvið sem og starfsáætlun næsta árs.

Fundi slitið - kl. 18:30.