Hátæknisetur Íslands ses.
Ársfundur Hátækniseturs, dagskrá í samræmi við 6. gr. skipulagsskrár.
Afgreiðslur:
- Skýrsla stjórnar
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar. Helsta verkefni Hátækniseturs Íslands síðasta árs var að halda utan um rekstur Fab Lab á Sauðárkróki. Helstu fjárútlát snéru að rekstri Fab Lab á Sauðárkróki.
- Afgreiðsla reikninga
Reikningar Hátækniseturs Íslands ses voru lagðir fram og samþykktir af öllum stjórnarmönnum.
- Fjárhagsáætlun
Fjárhagsáætlun var lögð fram fyrir fundinn til kynningar miðað við fyrirliggjandi staðfestar upplýsingar. Samþykkt af öllum stjórnarmönnum.
- Kosning stjórnar
Ekki lágu fyrir fundinum tilnefningar til breytingar á skipan stjórnar:
Tilnefndir af Sveitarfélaginu Skagafirði:
Gunnsteinn Björnsson, til vara Gísli Sigurðsson og Eyþór Sveinsson til vara Tinna Kristín Stefánsdóttir
Tilnefndir af Háskóla Íslands:
Sæunn Stefánsdóttir, til vara Vilhelm Vilhelmsson.
Stjórnarmenn samþykktu Viggó Jónsson, til vara Sigfús Ólafur Guðmundsson og Magnús Freyr Jónsson, til vara Heba Guðmundsdóttir sem fulltrúa fyrirtækja stofnana í Skagafirði.
- Kjör skoðunarmanna eða endurskoðanda
Kristján Jónasson frá KPMG kjörinn endurskoðandi HTÍ.
- Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
Ákveðið að greiða hálf nefndarlaun fyrir aðrar nefndir til samræmis við sveitarfélagið Skagafjörð.
- Tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum
Engar tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum lágu fyrir fundinum.
- Framtíðarskipulag Fab Lab Sauðárkróki
Samningar milli Hátækniseturs Íslands og FNV eru lausir frá næstu áramótum. Einnig eru samningar lausir við Skagafjörð og SSNV. Formaður leggur til að samið verði til eins árs. Stjórn felur formanni ásamt starfsmanni að ganga til viðræðna við FNV, SSNV og Skagafjörð.
- Tækjakaup Fab Lab
Beiðni um kaup á nýjum Laser fyrir Fab Lab smiðjuna ásamt hreinsibúnaði. Áætlaður kostnaður um 7.000.000 á gengi þann 29.11.2022. Stjórn samþykkir að veita heimild til kaupa á umbeðnum laser allt að 7.000.000 kr ISK með þeim fyrirvara að samningar um áframhaldandi samstarf við FNV náist.
- Önnur mál
Hátækniráðstefna í Skagafirði. Viggó Jónsson leggur til að haldin verði hátækniráðstefna í Skagafirði.
Vísindagarðar Háskóla Íslands. Sæunn ræðir möguleika á samstarfi Hátækniseturs Íslands og Vísindagarða Háskóla Íslands. Tekið vel í hugmyndina.
Fundagerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 13:50