Fara í efni

Reglugerð að lögreglusamþykkt

Málsnúmer 0709022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 403. fundur - 20.09.2007

Byggðaráð samþykkir að óska eftir áliti sýslumannsins í Skagafirði á því hvort hann telji þörf á sérstakri reglugerð fyrir Skagafjörð. Jafnframt beinir byggðaráð því til nefnda sveitarfélagsins að kanna hvort lögreglusamþykkt í framlagðri mynd fullnægi þörf sveitarfélagsins.
Undir þessum lið var rætt um málefni lögregluembættisins í Skagafirði og samþykkt að óska eftir upplýsingum frá embættinu um hvort stöðugildum hafi fækkað, hvort allar stöður séu mannaðar og hvort miklar mannabreytingar séu yfirvofandi. Byggðarráð telur mikilvægt að stöðugleiki ríki í starfsmannahaldi hjá svo mikilvægu embætti. Þá samþykkir byggðaráð að óska eftir áliti landssambands lögreglumanna á þróun löggæslunnar í Skagfirði.
Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.