Hólavellir, Fljótum - Bréf frá Byggðarráði vegna jarðarkaupa
Málsnúmer 0801044
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 21.01.2008
Lagt fram bréf dags. 03.12.07 frá Rúnari Númasyni, þar sem hann óskar eftir að fá keypta jörðina Hólavelli í Austur Fljótum. Landbúnaðarnefnd samþ. eftirfarandi: ?Landbúnaðarnefnd vill benda á að gildi jarðarinnar sem sameiginlegt beitiland eða afréttur er ekki mikið. Hinsvegar er á jörðinni heitt vatn og því telur Landbúnaðarnefnd að sveitarfélagið eigi jörðina áfram. Hægt er að gera leigusamning um landið til beitar eða heyskapar, sé áhugi fyrir því.? Byggðarráð vísaði þessu bréfi til nefndarinnar til umsagnar.