Þingsályktun v. friðlýsingar Jökulsár 59. mál - umsagnarbeiðni
Málsnúmer 0802073
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 425. fundur - 05.03.2008
Lagt fram erindi frá umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um friðlýsingu austari- og vestari- Jökulsár í Skagafirði, 59. mál.
Meirihluti byggðarráðs leggur fram eftirfarandi bókun:
?Samkvæmt lögum fara sveitarfélögin í landinu með skipulagsvaldið. Í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu á þingskjali 59 - 59. máli er gert ráð fyrir að Alþingi taki það vald af sveitarfélögunum í Skagafirði. Tillagan lýsir því vantrausti í garð sveitarfélaga og sérstaklega sveitarfélaganna í Skagafirði til að taka þær ákvarðanir sem þeim ber samkvæmt lögum. Því hafnar byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar því að Alþingi álykti um skipulagsmál í Skagafirði.
Þegar núverandi í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tók við gerð Aðalskipulags lá fyrir að á aðalskipulagi yrði gert ráð fyrir Skatastaðavirkjun.
Núverandi sveitarstjórn hefur hinsvegar skoðað málið frá ýmsum hliðum og samþykkti neðangreinda tillögu að meðferð þessa svæðis á fundi sveitarstjórnar þann 12. apríl 2007. Var tillagan samþykkt með 8 atkvæðum af 9. Tillagan hljóðar svo:
?Sveitarstjórn samþykkir að í tillögu að aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, sem nú er unnið að, verði frestað skipulagningu þeirra svæða sem ætluð hafa verið fyrir Skatastaða- og Villinganesvirkjanir sbr. heimildarákv. í 20. gr. Skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.?
Greinargerð:
Fram hafa komið nýjar hugmyndir, sem nú er unnið að rannsóknum á, er gera ráð fyrir breyttri hönnun mögulegra virkjana í Skagafirði. Þær hugmyndir, ef af yrði, þýða mun minni áhrif á náttúru og ferðaþjónustu á svæðinu. Verði þessar hugmyndir að veruleika er horft til þess að hvorug virkjunin verði samkvæmt núverandi útfærslum.
Tryggja verður að nýtingarréttur á umræddum svæðum verði í höndum Skagfirðinga og einungis valdir þeir kostir sem efla atvinnu og mannlíf innan héraðs. Þá er það vilji meirihlutans að unnið verði að því að nýtingarréttur jökulánna verði alfarið í höndum heimamanna og tekið er undir þá hugmynd að eignarhald Héraðsvatna hf verði alfarið í höndum Skagfirðinga.
Frestun skipulagningar á umræddum svæðum styður við baráttu heimamanna fyrir nýtingarréttinum á vatnasvæðinu í heild.
Ákvarðanir um nýtingu á Jökulánum í Skagafirði og Héraðsvötnum verða aðeins teknar að undangengnum víðtækum rannsóknum og almennri upplýstri umræðu um kosti og galla nýtingarmöguleika, þar sem leitað verði álits íbúa Skagafjarðar?.
Páll Dagbjartsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar bókað:
?Ég er mótfallinn því að þingsályktunartillaga, þ.skj. 59 - 59 um friðlýsingu austari- og vestari Jökulsár í Skagafirði verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.?
Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi VG óskar bókað:
?VG í Skagafirði styður þingsályktunartillöguna og væntir þess að formaður Samfylkingarinnar og umhverfisráðherra standi við yfirlýsingar sínar varðandi friðun Jökulsánna og heitstrengingar í ?Fagra Ísland? og tryggi málinu brautargengi á Alþingi. Ljóst er að bókun fulltrúa meirihlutans að ekki er að treysta á Samfylkinguna í Skagafirði þegar verndun Jökulsánna er annarsvegar og hug Framsóknar til íslenskrar náttúru þekkja allir. Aðeins er beðið færis að fórna þessum náttúruperlum Skagafjarðar eins og fram kemur í greinargerð með bókun meirihlutans. Undirritaður tekur undir ályktun SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi frá 27. febrúar sl., en þar segir: ?Stjórnarfundur SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, haldinn 27. febrúar 2008, styður tillögu til þingsályktunar um friðlýsingu Austari- og Vestari-Jökulsár í Skagafirði, 59. mál, sem lagt er fram á 135. löggjafarþingi 2007-2008. Austari- og Vestari Jökulsár í Skagafirði renna frá Hofsjökli. Þær hafa markað sér sérstöðu, sem eitt besta svæði til fljótasiglinga í Evrópu og þar hefur byggst upp umtalsverð atvinnustarfsemi þar sem afl jökulsánna og umhverfi er nýtt með sjálfbærum hætti. Stjórn SUNN telur eðlilegt að friða svæðið og stjórna því á þann hátt að landslag, náttúrufar og menningarminjar séu varðveitt, ásamt því að það verði notað til útivistar, ferðaþjónustu og hefðbundinna landbúnaðarnytja.?