Fara í efni

Umsókn um styrk vegna ráðstefnu

Málsnúmer 0803050

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 426. fundur - 13.03.2008

Fyrir liggur umsókn Náttúrustofu Norðurlands vestra um styrk til sveitarfélagsins vegna ráðstefnu sem fyrirhuguð er um náttúru Skagafjarðar þann 12. apríl næstkomandi. Með umsókn fylgja drög að dagskrá ráðstefnunnar. Sótt er um styrk að fjárhæð kr. 400 þús. Byggðarráð telur jákvætt að þessi ráðstefna sé haldin en telur eðlilegt að gert sé ráð fyrir slíkum viðburðum í fjárhagsáætlun stofnunarinnar. Byggðarráð sér sér ekki fært að leggja fram umbeðinn styrk, en er tilbúið að styðja við verkefnið með öðrum hætti og felur sveitarstjóra að ræða það við forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008

Afgreiðsla 426. fundar byggðarráðs staðfest á 225. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.