Aðalgata 23 - umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda
Málsnúmer 0803061
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 426. fundur - 13.03.2008
Stjórn Villa Nova ehf. óskar eftir því við sveitarstjórn að hún nýti heimildarákvæði í 7. gr. laga um húsafriðun nr. 104, 31. maí 2001 til að fella niður fasteignagjöld Aðalgötu 23, Villa Nova, fyrir árið 2008.
Á grundvelli reglna sveitarélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts samþykkir byggðarráð að styrkja Villa Nova ehf um 70% af álögðum fasteignaskatti af hluta hússins (213-1154) líkt og árið 2007.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008
Afgreiðsla 426. fundar byggðarráðs staðfest á 225. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.