Fara í efni

Aukning hlutafjár í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf

Málsnúmer 0803074

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 426. fundur - 13.03.2008

Gagnaveita Skagafjarðar hefur fengið vilyrði fyrir láni frá Byggðastofnun að uppfyltum ákveðnum skilyrðum um hlutafjáraukningu. Er því leitað til hluthafa með þá málaleitan að auka hlutafé í félaginu. Í ljósi þess að fjármunir komu frá Iðnþróunarsjóði SSNV á árinu, sem ekki gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins samþykkir byggðarráð að nota hluta þess fjár til að auka hlut sveitarfélagsins í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf um kr. 1.500.000 sem ekki heldur var gert ráð fyrir í fjárfestingum ársins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008

Afgreiðsla 426. fundar byggðarráðs staðfest á 225. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.