Fara í efni

Miðgarður menningarhús - staða verks 05.03.08

Málsnúmer 0803087

Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd Menningarhússins Miðgarðs - 10. fundur - 05.03.2008

Einnig sátu fundinn Jón Örn Berndsen og Ingvar Páll Ingvarsson frá Umhverfis- og tæknisviði.
Gísli Sigurðsson frá Tengli ehf. og Friðrik Rúnar verktaki sátu lið 1 og 2 á fundinum.

1. Staða verksins
Staða verksins skoðuð með verktaka í Miðgarði. Verkþáttur Friðriks Rúnars stendur í rúmum kr. 78.000.000. Við það leggst eftirlit ofl. þannig að áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 100.000.000 í dag.

2. Hljóðkerfi og ljósabúnaður
Lagt fram tilboð frá HljóðX í hljóðkerfi og ljósakerfi fyrir Miðgarð. Heildarkostnaður við báða liði eru kr. 10.049.647 m. vsk. án uppsetningar. Samþykkt að ganga að tilboðinu og Gísla Sigurðssyni frá Tengli falið að panta búnaðinn. Gísla var ennfremur falið að kanna útfærslur varðandi skjávarpa, tjald og myndavél í salinn. Tæknideild falið að halda kostnaði við hljóðkerfi í glerhýsi sér.

3. Eldhús
Lagðar fram hugmyndir frá tæknideild varðandi tæki og uppröðun í eldhúsi og tilboð frá fjórum aðilum í tæki. Samþykkt að taka tilboði frá Fastus upp á kr. 1.687.325 m.vsk. skv. ráðleggingu tæknideildar. Tæknideild falið að kanna möguleika á því að bæta skápum við fyrirliggjandi hugmyndir.

4. Verkfundargerð 25
Lögð fram verkfundargerð frá verkfundi nr. 25, dags. 3.3.2008 í 15 liðum.

5. Efri hæð
Samþykkt að ráðast í framkvæmdir á efri hæð Miðgarðs skv. fyrirliggjandi aðaluppdráttum. Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á efri hæð í samstarfi við Karlakórinn Heimi. Ákveðið að setja saman viðræður fulltrúa Karlakórsins, Friðriks Rúnars og tæknideildar þar sem leitað væri eftir því að Karlakórinn tæki að sér ákveðna verkþætti á efri hæð.

6. Glerhýsi
Verktaki hefur upplýst að afgreiðslufrestur á efni í glerhýsi geri það að verkum að glerhýsi verði ekki tilbúið í apríl eins og segir í samningi verktaka við Akrahrepp. Tæknideild falið að leita eftir hugmyndum frá hönnuði varðandi glugga í húsinu á efri hæð sem falla inn í
glerhýsið.

7. Húsbúnaður
Rætt um húsgögn í húsið. Tæknideild falið að leita eftir hugmyndum og tilboðum frá hönnuði hússins varðandi húsgögn á efri hæð og í sal. Hönnuður hefur það verkefni að senda hugmyndir varðandi sviðstjöld. Tæknideild falið að kanna málið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 141. fundur - 05.03.2008

Miðgarður ? umsókn um byggingarleyfi. Jón Örn Berndsen, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fyrir hönd eigenda félagsheimilisins Miðgarðs sækir með bréfi dagsettu 3. mars sl. um byggingarleyfi fyrir breytingum á áðursamþykktum aðaluppdráttum. Breytingar felast í byggingu við anddyri og breytingar í forsal. Framlagðir, breyttir aðaluppdrættir eru gerðir af T.ark Teiknistofunni ehf. Brautarholti 6, Reykjavík, mótteknir hjá byggingarfulltrúa 18. febrúar. Erindið samþykkt. Jón Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.