Borgargerði á Sauðárkróki. Útboð - jarðvegsskipti 2008 - Umfjöllun um tilboð
Málsnúmer 0804112
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 30.04.2008
Miðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 14 voru opnuð tilboð í jarðvegsskipti í götunni Borgargerði á Sauðárkróki.Verkið var boðið út í opnu útboði samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Verkfræðistofunni Stoð ehf. í apríl 2008. Bjóðendur voru: Steypustöð Skagafjarðar tilboðsupphæð kr. 17.997.250, Fjörður ehf. tilboðsupphæð kr. 17.297.000 og Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar tilboðsupphæð kr. 29.319.000. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 22.268.000 Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Fjarðar ehf. Jón Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 228. fundur - 20.05.2008
Afgreiðsla 28. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 228. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.