Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Úttekt á leikvöllum á Sauðárkróki
Málsnúmer 0804111Vakta málsnúmer
Í byrjun apríl fóru þau Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar í árlega vorskoðun á leikvelli og leiksvæði á Sauðárkróki. Kynntu Helga og Ingvar ástand og stöðu þeirra mála.
Ástand valla er mismunandi, sumir góðir. Leiksvæði er mörg, alls eru 15 opin leiksvæði á Sauðárkróki. Tæknideild falið að koma með aðgerðaráætlun fyrir næsta fund þar sem metið verði hvaða velli skuli leggja áherslu á og hvort loka eigi einhverjum svæðum. Samþykkt að skoða að fjarlægja sandkassa af róluvöllum. Erfiðlega gengur að halda sandkössum hreinum vegna ágangs hunda og katta.
2.Borgargerði á Sauðárkróki. Útboð - jarðvegsskipti 2008 - Umfjöllun um tilboð
Málsnúmer 0804112Vakta málsnúmer
Miðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 14 voru opnuð tilboð í jarðvegsskipti í götunni Borgargerði á Sauðárkróki.Verkið var boðið út í opnu útboði samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Verkfræðistofunni Stoð ehf. í apríl 2008. Bjóðendur voru: Steypustöð Skagafjarðar tilboðsupphæð kr. 17.997.250, Fjörður ehf. tilboðsupphæð kr. 17.297.000 og Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar tilboðsupphæð kr. 29.319.000. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 22.268.000 Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Fjarðar ehf. Jón Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
3.Skagafjarðarhafnir - Hofsósshöfn viðhald 2008
Málsnúmer 0804113Vakta málsnúmer
Samþykkt að grjótverja efsta hluta norðurgarðs hafnarinnar. Tilboðs hefur verið leitað,samkvæmt beiðni Kristjáns Helgasonar hjá Siglingastofnun. Áætlað magn er c.a. 500 til 700 m3. Miðað er við eftirfarandi skiptingu. Kjarni eða grjót úr Hegranesnámu 300 m3 komið á Hofsós frágengið. Grjót sem hægt er að ná í námu við Sleitustaði í Tungunámu 300 m3 komið á Hofsós. Heildartilboðsupphæð kr. 1.950.000.- Tilboðsgjafi Víðimelsbræður ehf. Samþykkt að taka tilboðinu. Gunnar Steingrímsson vék nú af fundi.
4.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Skýrsla nr. C08:03 Fjárhagsleg staða hafna. Apríl 2008
Málsnúmer 0804114Vakta málsnúmer
Í þessari skýrslu er fjallað um stöðu hafna og þann fjárhagslega vanda sem við mörgum þeirra blasir. Skýrslan er unnin að beiðni Siglingastofnunar Íslands og hafði Sveinn Agnarsson, fræðimaður við Hagfræðistofnun, umsjón með verkinu. Skýrslan lögð fram til kynningar.
5.Sorphirða í Skagafirði - sorpgámar
Málsnúmer 0804115Vakta málsnúmer
Rætt um sorpgáma og staðsetningu þeirra. Gám fyrir heimilisúrgang vantar á Reykjaströnd og í Gönguskörð. Samþykkt að bæta úr því. Bæta á við gámi á Hofsós fyrir grófan úrgang. Setja þarf niður blaðagáma í Varmahlíð, Hóla, Hofsós og Fljót. Vinna við brottflutning á brotajárni úr brotajárnssvæðinu á Gránumóum er að hefjast. Vonast er til að því verki verði lokið fyrir maílok.
Ómar Kjartansson sat fundinn undir þessum lið.
6.Hunda og kattahald í þéttbýli - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 0804116Vakta málsnúmer
Herða þarf á að eigendur hunda og katta í þéttbýli fari eftir samþykktum um hunda og kattahald, svo sem um merkingu og skráningu dýra sinna. Þá er mikið um að hundar gangi lausir á opnum svæðum og víðar. Auglýsa þarf samþykktirnar betur og beita viðurlögum ef ástandið batnar ekki.
7.Opin svæði, ýmis vorverk
Málsnúmer 0804117Vakta málsnúmer
Samþykkt að efna til umhverfisviku í maímánuði. Þá verður íbúum boðið upp á að garðaúrgangur verði sóttur heim samkvæmt nánari auglýsingu. Umhverfisvikan er samstarf Umhverfis- og samgöngunefndar og Menningar- og kynningarnefndar. Samþykkt að fara í aukna auglýsingaherferð þar sem hvatt er til bættrar umgengni í Sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 11:00.